Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 6
vinna hjá honum, og eina slíka ferö lagði ég á mig til hans morguninn eftir að hann dó en kom að auðum stólnum hans. Ég minnist þess hve fljótur hann var að átta sig á aðalatriðum máls, sem hann fékk til meðferðar, hversu flókið sem það nú annars var, og þess hversu markvisst hann hagaði undirbúningsvinnu sinni fyrir málflutning. Lagatilvitn- anir og fordæmi hafði hann á reiðum höndum, og ávallt leitaði hann fanga hjá innlendum og erlendum fræðimönnum og I úrlausnum norrænna dóm- stóla. Það var alveg með ólíkindum hversu afkastamikill hann var á þessu sviði sem og almennt til vinnu og máttu yngri menn hafa sig alla við að fylgja honum eftir. Ég minnist þess einnig af hve miklum sannfæringarkrafti hann flutti mál sitt, bæði yfir skrifborð sitt við mig, þegar málin voru rædd, og fyrir rétti. Það má með fullum sanni segja að hann hafi verið mikill málafylgju- maður. Stundum voru fleiri mál rædd en lagaefni. Kom það þá vel í Ijós hversu víðlesinn hann var og fylgdist vel með allri þjóðmálaumræðu, og aldrei fór ég í grafgötur með hvaða skoðun eða álit hann hafði á mönnum og málefnum án þess að hann legði nokkrum manni illt til, og ég minnist aldrei annars en málefnalegrar umræðu. Guðjón varð fyrstur sjálfstætt starfandi lögfræðingur í Hafnarfirði, og hafði hann starfrækt málflutnings- og innheimtuskrifstofu samfellt í 38 ár þegar hann féll frá langt fyrir aldur fram. Það voru ekki margir af starfsbræðrum hans sem höfðu trú á því um miðbik aldarinnar að I Hafnarfirði væri unnt að starfrækja lögfræðiskrifstofu, enda var Hafnarfjörður I þá daga ekki sá stóri og blómlegi bær sem hann er í dag. Að vísu voru frumbýlingsárin erfið, og það þætti ekki mikill glæsileiki eða stíll yfir því í dag að opna lögfræðiskrif- stofu í gamla herberginu sínu í foreldrahúsum með vonina og bjartsýnina eina á skrifborðinu. En jafnframt því að reka lengst af umboðsskrifstofu fyrir Almennar tryggingar í Hafnarfirði meðfram málflutningsstörfum náði hann að festa rætur sem lögmaður í Hafnarfirði. Síðan hafa margir fetað í fótspor hans, og nú eru 10 sjálfstætt starfandi lögmenn I Hafnarfirði. Það er mál manna sem til þekktu, að Guðjón naut mikillar gæfu í einkalífi slnu, og ber þar hæst ágætt kvonfang og barnalán. Sjálfur þykist ég hafa orðið vitni að því að hann naut friðar og góðrar umönnunar á heimili sinu og þar var góður heimilisbragur. Um leið og ég þakka Guðjóni okkar stuttu samfylgd og góða viðkynningu, votta ég konu hans og börnum og öllum aðstandendum hans samúð mína. Með Guðjóni er genginn mætur maður. Valgarður Siguðsson 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.