Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 39

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 39
Það er samdóma álit flestra sem hafa ritað um verk hans að þau séu með því erfiðasta sem þeir hafa komist í. Af þessum sökum er ávallt tekin nokkur áhætta þegar þess er freistað að endursegja hugmyndir hans og ekki síður þegar á að gagnrýna þær. Því fer þó auðvitað fjarri að Hágerström sé hafinn yfir gagnrýni. Það fyrsta sem maður rekur sig á er ónákvæmni hans þegar hann f j allar um kenningar þeirra manna sem hann gagnrýnir. 1 þessu sambandi má benda á umfjöllun hans um kenningar pósitívista, sem hann að því er virðist setur allar undir sama hatt, þegar hann segir þá alla reisa gildi laga á vilja vald- hafanna. Þar horfir hann framhjá greinarmun sem Olivecrona gerir í riti sínu á enska pósitívismanum, sem Austin er fulltrúi fyrir, og þýskum pósitívistum á 19. öld.52 Þessi atriði skipta þó ekki miklu máli þar sem þau hafa ekki úrslitaáhrif á gildi þessarar gagnrýni. Yfirleitt er um einskær smáatriði að ræða. En það er annað atriði sem er sýnu alvarlegra og lýtur að þeim þekkingarfræðilega grunni sem Háger- ström telur kenningar sínar reistar á. Hann telur sig vera að setja fram kenningar sem séu reistar á vísindalegum grundvelli og styðjist aðeins við staðreyndir. Rannsóknir hans á rómarrétti eru vissulega í fullkomnu samræmi við þetta viðhorf. Með þeim telur hann sig geta gert grein fyrir þeim hugmyndum sem menn til forna gerðu sér um lög og rétt og ýmis lykilhugtök lögfræðinnar. Niðurstöður hans um þessi efni verða trauðla hraktar nema með sambærilegum aðferðum. Hins vegar eru kenningar hans um skipunina og nauðhvötina sem rakt- ar eru hér að framan öllu hæpnari, a.m.k. verður ekki séð að Háger- ström byggi þessar hugmyndir sínar á sjálfstæðum rannsóknum á áhrifum lagaboða eða fyrirmæla yfirvalda á sálarlíf manna. Þetta eru í besta falli tilgátur sem eftir er að prófa. Það má þó virða Háger- ström það til vorkunnar í þessu efni að sálarfræði hafði á þessum tíma tæplega unnið sér sess meðal viðurkenndra fræðigreina og að- ferðafræði hennar meira eða minna ómótuð. Sama má raunar segja um kenningar Olivecrona um sama efni, þær eru ekki heldur reistar á vísindalegum rannsóknum, sem hann gerir þó tilkall til. Þetta eru því aðeins tilgátur frá sjónarmiði vísindalegrar aðferðafræði. Að þessu leyti verða þær settar undir sama hatt og aðrar heimspekilegar kenn- ingar. Með því er þó ekki sagt að þær séu rangar, en næsta skref hlýt- ur óhjákvæmilega að vera að prófa þær. Lundstedt fær yfirleitt lægsta einkunn þeirra félaga í yfirlitsritum um réttarheimspeki. Ekki verður lagður á það dómur hér hvort það 52 Sjá um þetta atriði Olivecrona, Law as a Fact, s. 26—43, einkum bls. 40. 169

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.