Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 16
ríkjandi meirihluta á löggjafarsamkomunni hafa áhrif á skýringar sínar á stjórnarskrá. Eitthvað sérstaklega mikið og sláandi þurfi til að koma til að dómstólar taki fram fyrir hendur löggjafans. Ég tel alveg augljóst, að þessi viðhorf hafa í reynd ráðið mjög miklu í þeim málum sem gengið hafa til Hæstaréttar og varðað hafa mikla fjár- hagsmuni. En eiga þessi viðhorf við skýringu á stjórnarskrá lögfræðilega rétt á sér? Varla. Ákvæðunum í stjórnarskránni er ætlað að veita borgur- um vernd fyrir misbeitingu ríkisvalds af hendi þeirra sem fara með það hverju sinni. Hvernig getur þá vilji þeirra til valdbeitingar í til- tekna átt verið notaður til að skýra stjórnlög um hver séu mörk heim- illar valdbeitingar ? Hæstiréttur hefur þar að auki notað berum orðum til rökstuðnings á dómsniðurstöðu í máli af þessu tagi, að „löng og athugasemdalaus venja löggjafans" um frávik frá stj órnarskrárreglu löghelgi breytingar á henni. Skýtur skökku við ef það nægir til að afnema vernd þá sem stjórnarskrá á að veita borgurum, að sá aðili sem verið er að vernda þá fyrir, hafi lengi virt hana að vettugi. I þessu stutta erindi gefst ekki tækifæri til að fjalla um einstaka dóma Hæstaréttar, þar sem reynt hefur á mannréttindaákvæði stjórn- arskrárinnar. Það er eindregin skoðun mín, sem ég raunar hef látið í ljós á öðrum vettvangi5), að Hæstiréttur hafi langt um of þrengt þá vernd sem ég tel stjórnarskránni ætlað að veita borgurunum. Við athugun á dómum hefur sú hugsun leitað á, að rétturinn sé miklu síður fús til að viðurkenna brot, þegar um hefur verið að ræða mál, sem varða umtalsverða stundarhagsmuni. 1 dæmum, þar sem dóms- úrlausn hefur litlu skipt fyrir slíka hagsmuni, virðist mér að mun frekar hafi verið vilji til að dæma borgurunum í hag. Af dómurn í skattamálum má nefna sem dæmi um mál, þar sem skattar voru taldir standast, nokkra stóreignaskattsdóma frá 6. áratugnum, sjá t.d. hrd. 1958.752, hrd. 1980.1732 um afturvirkni skattalaga, hrd. 1985.1544 um kjarnfóðurgjald og hrd. frá 10. júní 1987 um svokallaðan gengis- mun. I öllum þessurn málum stóð svo á að allverulega tímabundna röskun hefði leitt af því að dæma skattana ólögmæta. Sem dæmi um dóma, þar sem fallizt hefur vei'ið á kröfur um að skattalög standist ekki, má nefna þrjá frá árinu 1986; hrd. 1986.462 um þungaskatt og hrd. 1986.1361 um búnaðarmálasjóðsgjald, en í þessum málum voru skattalög, sem ekki nefndu skattprósentuna, ekki talin standast. Þriðja dæmið er hrd. 1986.706 (samkynja mál er hrd. 1986.714) þar 5) Sjá einkum bók mína Deilt á dómarana, Rvik 1987. 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.