Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 48
ar slysa- og dánarbótakröfu á hendur útgerðinni með sama hætti og
bætur frá Tryggingastofnun ríkisins." Síðar féllu samningsákvæði sem
þetta úr kjarasamningum af ástæðum, er þeim, sem þetta ritar, er
ókunnugt um.7
Úr því að sett lög eða samningar veita ekki svar, er rétt að huga að
rökum fyrir því, hvaða aðferð skuli beitt við frádrátt bóta slysatrygg-
ingar sjómanna, þegar sök er skipt.
Lögmæltar slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins og
samnings- eða lögbundin laun í slysaforföllum hrökkva almennt ekki
til að greiða nema hluta af fjártjóni manns, sem verður lengi óvinnu-
fær eða hlýtur varanleg örkuml vegna slyss. Þess vegna hafa ákvæði
um sérstaka slysatryggingu til viðbótar slysatryggingu Trygginga-
stofnunar ríkisins alllengi verið í kjarasamningum að kröfu stéttar-
félaga, þ.ám. samtaka sjómanna. Frá 1972 hefur verið kveðið á um
slíka slysatryggingu sjómanna í siglingalögum. Öll þessi bótaúrræði
eru í eðli sínu félagsleg. Tilgangur þeirra allra er hinn sami, þ.e. að
veita launþega, sem verður óvinnufær vegna slyss (eða sjúkdóms),
fébætur vegna tímabundins eða varanlegs atvinnutjóns. Úrræðin eru
mjög mikilvæg, ekki síst vegna þess að launþegi nýtur þeirra, þótt
hann eigi ekki skaðabótakröfu vegna tjóns síns. Löggjafinn hefur hér
sem í öðrum svonefndum velferðarríkjum lengi talið sjálfsagt að
halda uppi skyldutryggingu vegna slysa launþega. Slysalaun og bætur
úr umsömdum slysatryggingum eru fyrir löngu orðin hluti af kjörum
launþega. Verður ekki séð, að rök standi til þess, að skaðabótaskyld-
ur atvinnurekandi skuli einn hagnast á því, að tjónþoli á rétt á samn-
ingsbundnum slysalaunum eða slysatryggingarbótum, enda hefur laun-
þegi í raun tekið þátt í að greiða kostnað af þessum úrræðum með
vinnu sinni. Skiptir hér ekki máli, þótt vinnuveitendur annist greiðsl-
ur iðgjalda eða slysalauna, því að vitanlega mætti alveg eins semja
svo um, að þeir inni af hendi fjárframlag til stéttarfélaga, sem síðar
sjái um formlegar greiðslur iðgjalda eða slysalauna. Af þessum ástæð-
um verður að telja eðlilegt að beita sömu aðferð við frádrátt samnings-
bundinna bóta (slysalauna og slysatryggingarfjár) og bóta frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, þegar skaðabótakrafa er skert vegna eigin sakar
tj ónþola.
Hreyfa má því, hvort ástæða þess, að dómarar beita frádráttar-
aðferð I í H 1987, 587 og H 1982, 1440 sé sú, að þeir telji slysatrygg-
7 I núgildandi kjarasamningum, sem varða aðra launþega en sjómenn, eru oftast ákvæði
um, að bætur umsaminnar slysatryggingar komi „að fullu til frádráttar þeim skaðabót-
um, er vinnuveitanda kann að verða gert að greiða."
178