Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 51
sem sett er fyrir héldu aðild sinni. Dómarafulltrúar þurfa hins vegar að sækja um aðild. Þá eiga aðild að félaginu þeir sem látið hafa af störfum fyrir aldurs sakir eða heilsubrests. Heiðursfélagar eru tveir, Torfi Hjartarson, fyrrverandi tollstjóri og dr. Ár- mann Snævarr, fyrrverandi hæstaréttardómari. Einn félagsmaður lést á starfsárinu, Björn Sveinbjörnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Einn félagsmaður sagði sig úr félaginu, Hrafn Bragason, hæstaréttar- dómari. Félagatal liggur frammi á þinginu, og samkvæmt því eru félagar nú 107. VI. VIÐFANGSEFNI STJÓRNAR. Tvö mál hafa verið aðalviðfangsefni stjórnarinnar á liðnu starfsári, svo- nefnt aðskilnaðarmál og dómaraheimsókn til Strasborgar, Karlsruhe, Stutt- gart og Esslingen. A. AÐSKILNAÐARMÁLIÐ. Á síðasta dómaraþingi var samþykkt svohljóðandi áiyktun: „Aðalfundur Dómarafélags íslands haldinn 12. og 13. nóvember 1987 fagnar því að dómsmálaráðherra hefur þegar skipað nefnd til þess að vinna að tillögugerð um aðskilnað dóms- og stjórnsýslustarfa hjá dómaraembætt- um utan Reykjavíkur og um þær breytingar sem af því leiða. Þótt málið sé brýnt, varar fundurinn eindregið við því, að gefnu tilefni, að endurskoðuninni verði hraðað svo að ekki vinnist tími til að skoða ræki- lega alla þætti málsins." Stjórn félagsins kynnti aðstoðarmanni dómsmálaráðherra þessa ályktun i bréfi dags. 20. nóv. s.l. í bréfinu segir orðrétt: „Stjórn Dómarafélags íslands hefur mikinn áhuga á að fylgjast með þvi starfi sem framundan er hjá aðskilnaðarnefndinni, sem við leyfum okkur að kalla svo. Við viljum leyfa okkur að óska eftir viðræðum við ykkur um það hvort ekki geti af því orðið og þá með hvaða hætti. Formaður félagsins mun hafa nánara samband við yður varðandi þessa beiðni.“ Formaður félagsins hafði samband við aðstoðarmann dómsmálaráðherra, formann nefndarinnar, vegna þessa máls, en ekki komst á það samband við nefndina að félagið ætti þess formlegan kost að fylgjast með störfum hennar. Hins vegar voru nefndarmenn flestir í Dómarafélagi íslands, og gat stjórnin þess vegna fylgst nokkuð með framvindu mála. Formaður félagsins fékk og nokkrar upplýsingar frá formanni nefndarinnar. Þá var drögum að frumvarp- inu dreift á almennum félagsfundi sem haldinn var að Borgartúni 6 Reykjavík 12. febrúar. Með bréfi dags. 17. febrúar sendi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra félag- inu drög að frumvarpi og greinargerð um aðskilnað dómsvalds og fram- kvæmdavalds og óskaði eftir umsögn fyrir 3. mars. Stjórn félagsins taldi úti- lokað að skila umsögn um svo viðamikið mál á þeim tíma sem ætlast var til og gerði aðstoðarmanninum grein fyrir því i bréfi dags. 24. febrúar, en áður hafði stjórnin haldið fund um málið. 181

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.