Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 27
ans á þrælnum sem verið var að kaupa, enda gerði seljandinn ekk- ert til að flytja eignarréttinn yfir til kaupandans. Hann var áhorfandi, en með þögn sinni samþykkti hann töku þrælsins af hálfu kaupandans svo hann mætti öðlast þetta vald yfir honum sem eignarrétturinn var tal- inn felast í. 1 viðurvist fimm vitna greip kaupandinn í annan handlegg þrælsins og hafði yfir ákveðinn formála, þar sem m.a. þessi orð var að finna: „Ég lýsi því yfir að þessi þræll er eign mín samkvæmt lögum Rómarríkis og ég kaupi hann með þessum koparpeningi". Að þessum orðurn töluðum henti hann koparpeningi í skál í hendi manns sem hafði það hlutverk að taka við greiðslunni. Það sem sérfræðingar í rómarrétti hafa mest furðað sig á í sam- bandi við þessa lýsingu er, að kaupandinn lýsir því yfir að þrællinn sé hans áður en athöfninni er lokið. Engu að síður er Ijóst að athöfn- inni varð að Ijúka ef kaupandinn átti að teljast eigandi í raun. Ef kaupandinn hefði t.d. ekki afhent peninginn hefðu kaupin aldrei gerst. Það er því augljóst að kaupandinn hafði yfir orð sem voru strangt til tekið ekki sönn á því augnabliki er þau voru sögð. Hefur mönnum þótt þetta einkennilegt í ljósi annars gífurlegrar nákvæmni rómverskra lögfræðinga. Hágerström skýrir þetta með því að orðum kaupandans hafi ekki verið ætlað að lýsa þeirri staðreynd að hann væri eigandi, enda vissu allir að svo var ekki, heldur voru þau sögð til að gera þræl- inn að eign kaupandans. Þessu má helst líkja við galdur. Menn trúðu því að með ákveðnum orðum og athöfnum sköpuðu þeir það vald sem þeir töldu felast í rétti manns til tiltekinnar eignar. Á sama hátt voru með eins konar galdri lagðir þeir fjötrar á menn sem þeir töldu felast í skyldu þeirra.22 Hágerström telur að þetta sé og raunar í fullu samræmi við þær hugmyndir sem við gerum okkur um þessi fyrirbæri nú á dögum. Við tölum enn um rétt og skyldu sem vald eða fjötra sem séu skapaðir með tilteknum orðum eða athöfnum.23 Þetta vald eða fjötrar tilheyra ekki heimi staðreyndanna, hins vegar eiga þær sér samsvörun í raun- verulegum aðstæðum í sívirku réttarkerfinu. Að hinu leytinu skýrir Hágerström hugtakið „skyldu“ sem geðs- hræringu. Það er býsna erfitt að fóta sig í hugleiðingum Hágerströms 22 Sjá um þetta dæmi Karl Olivecrona: „The Legal Philosophy o£ Hagerström and Lund- stedt", Scandinavian Studies in Law, (3), 1959, s. 132—133. 23 í ensku þýðingunni á verkum Hágerströms er talað um „operative facts“ í þessu sam- bandi. Með því er átt við t.d. setningu laga, samninga eða hvers kyns yfirlýsingar sem eru til þess fallnar að skapa mönnum rétt eða skyldu. Sjá t.d. Olivecrona, „The Legal Philosophy of Hágerström and Lundstedt", s. 133. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.