Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 14
löggjafinn geti — og þá með lögum — framselt til stjórnvalda (ráð- herra eða jafnvel annarra lægra settra stjórnvalda) valdið til að leggja á skatta. Sýnist vera augljóst af ákvæðinu, að það geti hann ekki gert. Hins vegar má vera, að rétt sé að túlka ákvæðið þannig, að löggjafinn megi fela stjórnvöldum ákvörðunarvald um tiltekin efnisatriði, sem varða skattlagningu. Sem dæmi má nefna ákvarðanir um mat á verð- mæti skattstofna, um undanþágur frá skatti o.fl. Er vandasamt að meta að hvaða marki slíkt valdframsal telst vera heimilt. Ef fela má stjórnvöldum t.d. að veita undanþágur frá skatti, er þá ekki nauðsyn- legt að eitthvað sé ákveðið í lögum um þær ástæður sem heimila undan- þágur? Eða má löggjafinn framselja stjórnvöldum undanþáguvaldið með „opnu“ framsali, þannig að stjórnvöldin ákveði sjálf í hverju til- viki að eigin geðþótta hvort undanþága er veitt? Það er hlutverk dómstólanna að meta, þegar á það reynir í dóms- málum, að hve miklu leyti löggjafinn megi framselja ákvörðunarvald um skatta til stjórnvalda. Nokkra vísbendingu um þetta ætti að mega hafa af orðalagi stjórnarskrárákvæðisins þar sem segir, að engan skatt megi á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Er áreiðanlegt, að í orðalaginu felast ríkar kröfur til þess að það sé löggjafinn sem taki þessar ákvarðanir. Að öðrum kosti væri stjórnarskrárákvæðið óþarft. Gild rök eru fyrir því að þessar ákvarðanir séu teknar í setturn lög- um. Með því er leitazt við að tryggja réttaröryggi borgaranna. Með sköttum eru íþyngjandi skyldur lagðar á herðar þeirra. Þeir hafa hags- muni af því að réttarstaða þeirra sé ákveðin eftir lögfestum og mál- efnalegum mælikvarða, sem á jafnt við um alla. Að öðrum kosti hafa þeir litla tryggingu fyrir því að geðþóttasjónarmið séu ekki látin ráða því hverjir greiði skatta. I öðru lagi reynir oft, í dómsmálum varðandi skatta, á sjónarmið um hvort skattalög brjóti gegn 67. gr. stjórnarskrárinnar um vernd eignarréttarins. Reynir þá á hvort skattalög standast að efni til. „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji; þarf til þess lagafyrir- mæli, og komi fullt verð fyrir.“ Samkvæmt þessu stjórnarskrárákvæði eru borgararnir verndaðir með nokkrum hætti fyrir eignaskerðingum. Felst verndin einkum í því að fullt verð skal koma fyrir eign sem skert er. Nú er ljóst að í skattaálögum felast skerðingar á eignum. Þær eignaskerðingar eru að sjálfsögðu heimilar án bóta, þrátt fyrir ákvæðið um vernd eignarréttar- ins, enda gera önnur ákvæði stjórnarskrárinnar, eins og áður sagði, 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.