Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 62

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Page 62
Ávíð 01* dreif DÓMARAÞING Aðalfundur Dómarafélags íslands, dómaraþing, var haldið dagana 3. og 4. nóvember s.l. í Borgartúni 6, Reykjavlk. Þingið sóttu um 80 dómarar. í upphafi þingsins fluttu ávörp Halldór Ás- grímsson, dómsmálaráðherra og Sveinn Haukur Valdimarsson hrl., varafor- maður Lögmannafélags íslands. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður stjórnaði þingstörfum. Formaður félagsins, Friðgeir Björnsson yfirborgardómari flutti skýrslu stjórnar og Valtýr Sigurðs- son, borgarfógeti, gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir reikningum þess. Skýrsla stjórnar er birt á öðrum stað í þessu hefti T.L. Tvö aðalumræðuefni voru tekin fyrir á dómaraþinginu. Sjálfstæði og staða dómara í nútíð og framtíð og lögkjör dómara. Framsögu höfðu Eggert Óskars- son, borgardómari, Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti og Skúli Guðmundsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Fundarmenn skiptu sér í tvo hópa eftir umræðuefnum og stjórnuðu dr. Ármann Snævarr fyrrv. hæstaréttardómari og Allan V. Magnússon, borgardómari hópunum. Þeir gerðu síðan þinginu öllu grein fyrir niðurstöðum umræðna, en umræður voru miklar og líflegar. í stjórn félagsins næsta starfsár voru kjörnir, Friðgeir Björnsson, yfir- borgardómari, formaður, Haraldur Henrýsson, settur hæstaréttardómari, Hall- dór Kristinsson, bæjafógeti og sýslumaður, Pétur Hafstein, bæjarfógeti og sýslumaður og Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti. í varastjórn voru kjörin Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari og Már Pétursson, bæjarfógeti og sýslumaður. Síðdegis síðari þingdaginn þáðu félagsmenn og makar þeirra boð forseta íslands frú Vigdísar Finnbogadóttur að Bessastöðum. Um kvöldið snæddi hópurinn kvöldverð í boði dómsmálaráðherra Halldórs Ásgrímssonar að Borgartúni 6. BÓKAFREGNIR Komið er út ritið Samningaréttur eftir Pál Sigurðsson prófessor í lögfræði. Undirtitill er Yfirlit yfir meginreglur íslensks samningaréttar. Bókaútgáfa Orators gaf út, Reykjavík 1987. Prentstofa G. Benediktssonar prentaði. Bókin er 381 bls. í meðalstóru broti. Höfundur segir í formála: ,,Bók þess- ari er ætlað að leysa af hólmi ritið „Fyrirlestra um samningarétt“, sem út kom 1978, svo og nokkra þætti og kafla um einstök atriði samningaréttar, er laga- nemar hafa notast við fram til þessa. Jafnframt því að vera kennslubók er ritinu ætlað að gagnast starfandi lögfræðingum sem handbók, eftir því sem 192

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.