Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 19
í námsskrá lagadeildar Háskóla íslands. Það er raunar athyglisvert, að það er í samræmi við námsskrár í lagadeildum norrænna háskóla. Ég ætla að leyfa mér að setja fram þá skoðun að þetta áhugaleysi eigi m.a. rætur sínar að rekja til inntaks skandinavísku raunhyggjunnar. Staðreyndin er sú að öðrum þræði má túlka skandinavísku raunhyggj- una, að svo miklu leyti sem unnt er að tala um hana sem sérstaka stefnu í réttarheimspeki, sem tilraun til að ganga af allri réttarheim- speki dauðri. Sá sem trúir því að þeir menn sem þar koma við sögu hafi haft rétt fyrir sér þarf ekki að hugsa meira um réttarheimspeki. Hin linnulausa gagnrýni sem fulltrúar skandinavísku raunhyggjunn- ar beindu að eldri kenningum í réttarheimspeki, þ.e. náttúruréttar- kenningum og pósitívisma, hafa m.ö.o. haft þau áhrif að norrænir lög- fræðingar taka þær yfirleitt ekki mjög alvarlega og virðast hafa lít- inn áhuga á þeim.2 Fyrrnefndar stefnur innan réttarheimspekinnar eru afgreiddar sem frumspekilegur heilaspuni. Sá sem er tilbúinn til að taka undir skoðanir af þessu tagi hefur ekki áhuga á að halda slíku að nemendum sínum. Þeim sem ætlar að fjalla um skandinavísku raunhyggjuna sem sér- staka stefnu innan réttarheimspekinnar er ávallt nokkur vandi á hönd- um, þar sem skoðanir einstakra manna sem við stefnuna eru orðaðir eru mismunandi í ýmsum veigamiklum atriðum. Það sem réttlætir að um þá sé fjallað undir þessu greinimarki er einkum tvennt. I fyrsta lagi er um að ræða viss samkenni á heimspekilegri afstöðu þeirra til 2 Sjá t.d. Garðar Gíslason: Náttúruréttur i nýju Ijósi, (fjölrit). Fyrirlestur haldinn á veg- um Félags áhugamanna um heimspeki 1981, Reykjavík 1981. Davíð Þór Björgvinsson lauk B.A.-prófi frá heim- spekideild Háskóla íslands 1982 og embættis- prófi í lögfræði frá lagadeild sama skóla 1985. Hann starfaði síðan sem fulltrúi á lögmanns- stofum Ólafs B. Árnasonar á Akureyri og Ás- geirs Thoroddsen ( Reykjavik. Hann lauk meist- araprófi í lögum frá Duke University School of Law í N-Carolina í Bandaríkjunum 1987. Davíð Þór starfar nú sem fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík, jafnframt því að sinna stunda- kennslu við lagadeild Háskóla íslands. Hann hefur verið settur dósent við deildina frá 1. janúar 1989. 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.