Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 59

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Síða 59
,,Af þessu tilefni bendir stjórn Lögmannafélags íslands á, að skattur þessi, ef lögleiddur væri, myndi í ríkum mæli verða greiddur af fólki sem síður hefur bolmagn til að standa undir þungum skattgreiðslum heldur en aðrir. Má þar aðallega nefna til fólk, sem ekki hefur getað staðið í skilum með greiðslur fjárkrafna, sem á því hvila. Umtalsverður hluti starfa lögmanna fer í að krefja slíkt fólk um greiðslur og fylgja kröfunum eftir fyrir dómstólunum. Borgar það þá auðvitað jafnan allan vanskilakostnað, þ.m.t. lögmannsþókn- un. Liggur nærri að ætla að í því felist tvískinnungur að styðja þetta fólk fjár- hagslega svo sem gert hefur verið vegna erfiðleika þess, en skattleggja það svo einnig vegna hinna sömu erfiðleika. Einnig skal bent á, að allmikill hluti þeirra, sem lögmenn þjóna er fólk, sem á við einhverja sérstaka erfiðleika að stríða, annað hvort fjárhagslega eða annars konar, og leitar einmitt til lög- manns vegna þeirra. Má þar nefna t.d. hjón sem eru að skilja, erfingja látins manns, slasað fólk o.fl. Þetta yrðu að stórum hluta skattgreiðendurnir ef fyrr- greindum hugmyndum yrði hrundið í framkvæmd." Fljótlega eftir setningu laganna var af hálfu L.M.F.Í. farið í það að ræða við fjármálaráðuneytið um framkvæmdina. Þótti ýmislegt óljóst í því sam- bandi, og var talið nauðsynlegt að geta leiðbeint félagsmönnum, hvernig standa bæri að innheimtunni með réttum og eðlilegum hætti. Var ráðuneyt- inu m.a. skrifað bréf, þar sem ýmsum spurningum og álitaefnum var varpað fram svo og hugmyndum félagsins um útfærslu einstakra atriða. Ennfremur var, eins og áður er getið um, haldinn sérstakur félagsfundur um þetta efni. Má telja, að fyrir liggi nú í aðalatriðum, hvernig standa beri að innheimtunni. Á starfsárinu urðu nokkrar umræður í fjölmiðlum um tryggingamál fast- eignasala og fleiri stétta. Tilefni umræðunnar var gildistaka reglugerðar með heimild í nýjum lögum um fasteignasölu, sem kvað m.a. á um skyldu fast- eignasala til að kaupa ábyrgðartryggingu vegna starfsemi sinnar. Stjórninni þótti rétt af þessu tilefni að senda frá sér fréttatilkynningu, þar sem vakin var athygli á stöðu þessara mála hjá lögmönnum. Fréttatilkynningin var svo- hljóðandi: „Vegna frétta í fjölmiðlum nýverið um væntanlega reglugerð frá dóms- málaráðuneytinu um fasteignasölur, þar sem m.a. verði kveðið á um ákveðn- ar tryggingar fasteignasala, tekur stjórn Lögmannafélags íslands eftirfarandi fram: 1. Á vegum félagsins er ábyrgðarsjóður, sem bætt getur tjón er skjólstæð- ingur lögmanns verður fyrir vegna fjárþrots lögmannsins, en slíkt tjón bætir venjuleg starfsábyrgðartrygging ekki. Sjóður þessi var stofnaður árið 1976 og s.l. vetur voru í fyrsta skipti greiddar bætur úr honum að fjárhæð rúmlega fjórar milljónir króna. 2. Til skamms tíma buðu tryggingafélög hér á landi ekki upp á starfs- ábyrgðartryggingar fyrir lögmenn eða aðrar sjálfstætt starfandi þjónustu- greinar. Lögmannafélag íslands hefur lengi talið sjálfsagt að lögmenn gætu keypt slíkar tryggingar og hefur alltaf öðru hvoru átt viðræður við tryggingafélög í þessu sambandi. Nú hafa mál skipast þannig, að nokkur tryggingafélög bjóða upp á starfsábyrgðartryggingar fyrir lög- menn. Hefur undanfarið færst mjög í vöxt hjá starfandi lögmönnum að 189

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.