Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 47
Samkvæmt framangreindu leikur enginn vafi á, hvaða aðferð skuli beitt, þegar slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins eða fyrirframgreiðslur frá hinum skaðabótaskylda (eða ábyrgðartryggj- anda hans) eru dregnar frá skaðabótakröfu tjónþola. Slysabætur frá Tryggingastofnun eru þá í reynd bæði tjónþola og skaðabótaskyldum í hag, en fyrirframgreiðslur skaðabótaskylds eru að sjálfsögðu til hagsbóta honum einum. Þegar dómurinn í H 1987, 587 var kveðinn upp, hafði Hæstiréttur frá því á árinu 1972 undantekningarlaust dregið slysalaun frá skaðabótum með sama hætti og bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins eða sjúkrasamlagi (aðferð II). I H 1984, 917, sem er síðasti hæstaréttardómur, þar sem reyndi á þetta efni á undan H 1987, 587, beittu sjö dómendur aðferð II við frádrátt slysalauna. Kemur því mjög á óvart, að þrír dómarar, sem mynda meiri hluta réttarins í H 1987, 587, nota ekki þá aðferð. I forsendum dóms er ekkert, sem varpar ljósi á, hvers vegna horfið er frá fyrri afstöðu. Virðist ekki verða fundin sennilegri skýring en sú, að hér sé um yfir- sjón að ræða. Þegar frá er talinn H 1987, 587, mun aðeins liggja fyrir einn hæsta- réttardómur (H 1982, 1440), þar sem reynir á, hvernig draga skuli bætur samningsbundinnar slysatryggingar sjómanna frá skaðabótum, þegar sök er skipt.5 6 I báðum dómunum er beitt aðferð I um þessar bætur frá slysatryggingu sjómanna. Það er einnig gert um bætur frá Tryggingastofnun ríkisins í eldri dóminum (H 1982, 1440), sbr. neðan- málsgr. 3. I dómsforsendum eru engar athugasemdir um, hvers vegna aðferð I er valin, en ekki hin venjubundna aðferð, sem notuð er um slysatryggingarbætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Reglur um þetta eru hvorki í eldri né yngri siglingalögum (sjá nú 172. gr. sigll. nr. 34/1985) né heldur kjarasamningum sjómanna. Hins vegar var kveðið á um frádrátt í kjarasamningum þeim, sem telja má upphaf að al- mennri samningsbundinni slysatryggingu íslenskra sjómanna.0 Voru samningsákvæði þá orðuð þannig: „Trygging þessi kemur til frádrátt- 5 Ekki virðist neinn hæstaréttardómur liggja. fyrir um frádrátt bóta frá öðrum slysa- tryggingum launþega, þegar sök er skipt. Hér má þó benda á tvo dóma. f sératkvæði í H 1978, 387 eru bætur slysatryggingar launþega, sem dó af slysförum í byggingarvinnu, dregnar frá tjóni, eftir að tekið var tillit til sakarskiptingar, þ.e. í samræmi við aðferð I. Telja verður, að beita hefði átt aðferð II, sbr. rök þau, sem greind eru síðar varðandi slysatryggingu sjómanna. Meiri hluti Ilæstaréttar dæmdi fullar bætur án sakarskiptingar. Af dómsforsendum í H 1983, 834 verður ekki séð, hvernig Hæstiréttur hagar frádrætti slysatryggingarbóta, en í héraðsdómi er aðferð II notuð um greiðslur atvinnurekanda slasaða, Tryggingastofnunar ríkisins og samningsbundinnar slysatryggingar. 6 Sbr. Arnljótur Björnsson. Nýju siglingalögin II. Slysatrygging sjómanna og sérreglur siglingalaga um bætur fyrir vinnuslys. Tímarit lögfræðinga 1986, bls. 243—244. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.