Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Blaðsíða 49
inguna vera fyrst og fremst útgerðarmanni til hagsbóta, sbr. orða- lag bráðabirgðaákvæðis þágildandi siglingalaga nr. 66/1963, sbr. lög nr. 108/1972 og lög nr. 25/1977 (nú hefur útgerðarmaður „keypt sér“ tryggingu). Sá skýringarkostur sýnist þó ekki sennilegur, þegar litið er til ofangreindra röksemda til stuðnings aðferð II og svo þess, að í dómunum er hvergi vikið að greindum ákvæðum siglingalaga. IV Ástæða er til að ætla, að ýmsir lögmenn og aðrir, sem annast kröfu- gerð og uppgjör bótamála vegna slysa, gefi því hvorki nægan gaum, hvaða tryggingarbætur eða aðrar greiðslur frá þriðja manni eða hin- um bótaskylda skuli draga frá skaðabótakröfu, né gæti nægilega að, hvaða reglur gilda um frádrátt slíkra greiðslna, ef bótaábyrgð skiptist vegna meðábyrgðar tjónþola. Öljós eða ófullkomin kröfugerð að þessu leyti getur leitt til óeðlilegs misræmis í niðurstöðum. Dómstólar fylgja yfirleitt fordæmum í þessu efni sem öðrum, en hér á undan hefur verið bent á frávik, sem sum verða líklega rakin til misgánings. Niðurstöður dóma um bætur frá sanmingsbundinni slysatryggingu sjómanna orka tvímælis. Virðist nauðsynlegt að fá afdráttarlausan hæstaréttardóm um, hvernig meta beri slíkt vá- tryggingarfé til frádráttar í skaðabótamálum. Flest eða öll rök mæla með því, að um bætur samningsbundinna slysatrygginga launþega á sjó og í landi verði farið með sama hætti og slysalaun og slysabætur eftir 4. kafla laga um almannatryggingar. NOKKUR HLIÐSJÓNARRIT Arnljótur Björnsson. SkaOabótaréttur. Rvík 1986, bls. 146—155. Fleming, John. Collateral Benefits. International Encyclopedia of Comparative Lau’. Vol. XI. Ch. 11. Tubingen 1970. L0drup, Peter: Erstatningsberegningen ved personskader. 2. útg., Osló 1983, l)ls. 105. Saxén, Hans. Avrákning av förmán dá jamkat skadestánd utdöms. Tidsltrift utgiven av Juridiska föreningen i Finland, 1985, bls. 141—154. 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.