Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1988, Side 31
dómurum og löggjafanum aðeins takmarkaða hjálp við úrlausn mála og réttlætistilfinningin ennþá minni. Hvert á þá að sækja slíka viðmið- un. Svar Lundstedts er tiltölulega einfalt. Hann telur að löggjafinn og dómararnir eigi að hafa að leiðarljósi það sem hann kallar félags- lega velferð.34 Markmiðið er að hans mati friðsamleg sambúð margra einstaklinga og samvinna þeirra við að ná öðrum markmiðum en að- eins því að komast af. Til að keppa að þessu markmiði og tryggja eftir megni að því verði náð eru lögin nauðsynleg. Nánar skilgreinir Lundstedt þetta markmið þannig að keppt skuli að því, sem allir þeir þrá er náð hafa tilteknu þroska- eða menningarstigi: fæði, klæði, húsnæði, öryggi, menntun, athafnafrelsi o.s.frv.35 Rétt er að benda á að Lundstedt telur sig ekki með þessu vera að leggja dóm á það að hvaða markmiðum skuli stefnt. Að hans mati er það einfaldlega stað- reynd að þetta eru þau markmið sem yfirgnæfandi meirihluti manna keppir stöðugt að. Hlutverk réttarskipunarinnar er að leggja þessum mai'kmiðum lið. 3.4. Lundstedt og refsilögin Hugmyndir Lundstedts um hlutverk refsilöggjafarinnar og refsi- vörslunnar almennt eru athygli verðar. Að sumra mati eru þær hans mei'kilegasta framlag til lögvísindanna.36 Sú skoðun hefur verið sett fram að refsingar séu í raun óréttlætan- legar. Þeir hinir sömu hafa haldið því fram að í stað þess að refsa afbrotamönnum eigi að leggja alla áherslu á að endurhæfa þá og mennta og gera að nýtum þegnum á ný. Um þessar skoðanir er óþarft að fjölyrða hér. Lundstedt er raunar einnig þeirrar skoðunar að refs- ingar eigi sér enga siðferðilega réttlætingu, a.m.k. dugi eldri kenn- ingar í þeim efnum afar skammt.37 Þannig er til dæmis ekki unnt að hans mati að réttlæta refsingu sem hefnd fyrir rangindi afbrotamanns- ins. Hins vegar telur hann refsingar nauðsynlegar af allt annarri ástæðu. Þær gegna að mati Lundstedts lykilhlutverki í því að móta 34 Sjá um þetta Legal Tliinking Revised, s. 20. Orðasambandið „félagsleg velferð" er þýðing á enska orðasambandinu „social welfare". Aðferðina sem Lundstedt vill beita kallar hann „the metliod of social welfare", þ.e. sú aðferð að hafa að leiðarljósi félags- lega velferð allra. Ennfremur Superstition or Rationality in Action for Peace?, s. 129 og áfram. 35 Legal Thinking Revised, s. 136—149, einkum 140. 36 Olivecrona: „The legal ideas of Hagerström and Lundstedt." Scandinavian Studies in Law, (3), 1959. s. 137. 37 Superstition and Rationality in Action for Peace?, s. 33—43, ennfremur Legal Thinking Revised, s. 228—235. 161

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.