Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 8
konar eða hliðstæð vandamál og jafnframt nýta sér reynslu þeirra. Það má vissulega segja að menn þurfi ekki endilega að leggja stund á samanburðarlög- fræði sem sjálfstæða grein til að vera færir um að kynna sér nánar tilgreind atriði í löggjöf annarra þjóða. A það er hins vegar að líta að innsýn í réttarkerfið í heild er oft hjálpleg til að skilja til hlítar það sem aðrir hafa haft fram að færa. Þetta verður skýrt nánar þegar fjallað verður um aðferðir samanburðarlögfræðinnar hér á eftir. 4) Samanburðarlögfræði getur haft þýðingu í alþjóðlegum einkamálarétti, þar sem dómstólar í tilteknu ríki geta staðið frammi fyrir því að þurfa að beita réttareglum annars ríkis við úrlausn dómsmáls. 5) Samanburðarlögfræði sem kennslugrein í háskóla hefur ótvírætt menntun- ar- og uppeldisgildi. Viðleitni til að draga fram grundvallarmismun réttarkerfa og átta sig á sérkennum þeirra og sögulegum forsendum er til þess fallin að dýpka skilning á rétti eigin þjóðar og auka víðsýni nemenda. Markmið með slíku námskeiði er ekki að koma á framfæri sundurlausum fróðleik um rétt einstakra ríkja, heldur skapa skýrari mynd af stöðu réttar eigin þjóðar í fjölþjóðlegu samhengi. Fátt er betur til þess fallið að auka nemendum víðsýni og opna augu þeirra fyrir því að þær aðferðir og þær hugmyndir sem þeim eru innprentaðar eru ekki algildar og að í öðrum ríkjum hafa menn fundið lausnir sem eru all ólíkar.6 Þá getur slíkt námskeið verið æskilegur og heppilegur undirbúningur undir framhaldsnám í öðrum löndum. 3. ÁGRIP AF SÖGU GREINARINNAR Samanburðarlögfræðin í þeirri mynd sem hún er stunduð nú á dögum er tiltölulega ung fræðigrein. Hún á sér tvær aðskildar rætur: í fyrsta lagi í rannsóknum á erlendum rétti sem lið í undirbúningi löggjafar sem miða þá að því að leita heppilegra fyrirmynda. í öðru lagi fara fræðimenn að leggja stund á samanburðarlögfræði sem stuðningsgrein við rannsóknir í réttarheimspeki. Upphafið að samanburðarrannsóknum sem lið í löggjafarstarfi er að rekja til miðrar 19. aldar. Þá var við undirbúning á samræmingu laga hinna þýsku ríkja unnið gríðarlegt starf við rannsóknir á rétti einstakra ríkja innan Þýskalands og annarra ríkja Evrópu. Þessar rannsóknir urðu síðar undirstaðan undir nýja lagabálka á mikilvægum sviðum réttarins og höfðu varanleg áhrif á aðferðir samanburðarlögfræðinnar. Viðgangur samanburðarlögfræðinnar sem stuðn- ingsgreinar við réttarheimspeki helst í hendur við þróun í réttarheimspeki á sama tíma. Náttúrurétturinn var á undanhaldi og vildarrétturinn varð ráðandi í 6 Sjá hér Jonathan Hill: „Comparative Law, Law Reform and Legal Theory", Oxford Journal of Legal Studies, Vol. 9, 1:1989, s. 101-115. í þessari ritgerð er lögð sérstök áhersla á gildi samanburðarlögfræðinnar sem kennslugreinar í háskólum og sem stoðgreinar í réttarheimspeki. 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.