Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 50
Það fær því að mínum dómi ekki staðizt, að nokkur maður geti farið með
forsetavald, án þess að það hlutverk verði með einhverjum hætti fengið honum
með formreglum, þ.e. formbundinni ákvörðun eða kjöri í sæti varamanns
einhvers hinna þriggja reglulegu handhafa forsetavalds. Þannig teldi ég, að sá
ráðherra, sem fer óformlega með störf forsætisráðherra um stundarsakir að
viðlagðri eigin ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð, gæti ekki að réttu
lagi tekið þátt í meðferð forsetavalds og undirskrift hans með forseta sameinaðs
Alþingis og forseta Hæstaréttar væri markleysa og stjórnarathöfnin ógild. Þetta
gerðist þó á árinu 1982, er Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, undirritaði í
maímánuði ásamt forsetum Hæstaréttar og sameinaðs Alþingis 26 lög, án þess
að fyrir lægi með formlegum hætti, að hann hefði tekið við störfum af Gunnari
Thoroddsen, forsætisráðherra/Þessi lög voru undirrituð 11., 12., 13. og 14. maí
1982. Það er eftirtektarvert, að hinn 14. maí, sama dag og Friðjón Þórðarson
undirritar þannig fern lög, undirritar Gunnar Thoroddsen sjálfur ein lög sem
handhafi forsetavalds, þ.e. lög nr. 68/1982 um breyting á lögum nr. 35/1960 um
lögheimili.
8 Þau lög, sem hér um ræðir, voru eftirfarandi: Lög nr. 44/1982 um breytingu á lögum nr. 68 10.
október 1967 um Iðnlánasjóð, sbr. lögnr. 4216. apríl 1971, lögnr. 50 25. apríl 1973, lögnr. 6821.maí
1974, lög nr. 44 16. maí 1977 og lög nr. 59 31. maí 1979 um breytingu á þeim lögum; lög nr. 45/1982
um breytingu á lögum nr. 18 11. maí 1977 um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði; lög nr. 46/1982 um
rétt manna til að kalla sig iðnfræðinga; lög nr. 47/1982 um breytingu á lögum nr. 73/1980 um
tekjustofna sveitarfélaga; lög nr. 48/1982 um kirkjuþing og kirkjuráð íslenzku þjóðkirkjunnar; lög
nr. 49/1982 um breytingu á lögum um fslenzkan ríkisborgararétt nr. 100 23. desember 1952; lög nr.
50/1982 um breytingu á lögum um fangelsi og vinnuhæti nr. 38 24. apríl 1973; lög nr. 51/1982 um
breytingu á lögum nr. 58 4. júní 1981 um lagmetisiðnað og þróunarsjóð lagmetisiðnaðarins; lög nr.
52/1982 um breyting á lögum nr.56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskipta-
hætti, sbr. lög nr. 13/1979 um breyting á þeim lögum; lög nr. 53/1982 um aukningu hlutafjár í
Kísiliðjunni h.f.; lög nr. 54/1982 um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 með síðari
breytingum; lög nr. 55/1982 um breyting á lögum nr. 52/1975 um Viðlagatryggingu íslands; lög nr.
56/1982 um breyting á lögum nr. 50/1978 um vátryggingarstarfsemi; lög nr. 57/1982 um breytingu á
lögum nr. 42/1903 um verzlanaskrár, firmu og prókúruumboð og lögum nr. 53/1963 um veitingasölu,
gististaðahald o.fl.; lög nr. 58/1982 um breytingu á lögum nr. 95 20. desember 1962 um
öryggisráðstafanir gegn jónandi geislum frá geislavirkum efnum eða geislatækjum; lög nr.59/1982
um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 67/1971 meðsíðari breytingum; lög nr. 60/1982 um
heimild fyrir ríkisstjórnina að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á ferjuskipi Skallagríms
h.f.; lög nr. 61/1982 um samþykkt á ríkisreikningnum fyrir árið 1978; lög nr. 62/1982 um breytingu á
lögum nr. 36/1978 um stimpilgjald með síðari breytingum; lög nr. 63/1982 Fjáraukalög fyrir árið
1978; lög nr. 64/1982 um afnám laga nr. 28 12. maf 1972 um heimild fyrir ríkisstjórnina að veita
sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á skuttogurum; lög nr. 66/1982 um veitingu ríkisborgararéttar;
lög nr. 72/1982 um námslán og námsstyrki; lög nr. 73/1982 um breyting á lögum nr. 46/1965 um
eftirlaun alþingismanna, lögum nr. 47/1965 um eftirlaun ráðherra, svo og lögum nr. 29/1963 um
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 49/1973, lög nr. 21/1975 og lög nr. 98/1980 um breyting
á þeim lögum; lög nr. 74/1982 um brunavarnir og brunamál og lög nr. 75/1982 um breyting á
almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sbr. lög nr. 34/1980, og um breyting á sektarmörkum
nokkurra laga.
248