Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 25
hans verði að vissu í hugum manna. Geta slík tilvik því verið jafn varasöm trausti
dómstólanna og þau þar sem yfirgnæfandi líkur eru á að dómari verði hlutdræg-
ur. Breytir þar litlu þótt dómari hafi komist að lögfræðilega réttri niðurstöðu í
málinu ef aðferðin og aðstœður við úrlausn deilumálsins eru með þeim hætti að
þær dragi úr tiltrú á óhlutdrægni hans. Niðurstaðan hefur því verið sú að það
verði ekki talið nægjanlegt í réttarríki að tryggja að komist hafi verið að réttri
niðurstöðu í málinu, heldur verði almenningur að geta treyst því að svo hafi
verið.8 Ef trú skortir á það að komist hafi verið að málefnalegri niðurstöðu ríkir
óöryggi og því í raun skert réttaröryggi. Því er nauðsynlegt að koma í veg fyrir
það að dómari dæmi í máli ef hann er tengdur því eða aðilum þess með þeim
hætti að út frá sjónarhóli hlutlauss þriðja manns megi draga óhlutdrægni
dómarans í efa með skynsamlegum hætti. Þetta sjónarmið verður hér eftir nefnt
traustssjónarmiðið.9
4. ÖNNUR LÖGSKÝRINGARSJÓNARMIÐ VIÐ TÚLKUN 7. TL. 36.
GR. EML.
Þau sjónarmið sem hér var lýst að framan við umfjöllun á markmiðum
reglnanna eru aðalsjónarmið við skýringu hinna sérstöku hæfisreglna. Ýmis
önnur sjónarmið hafa verið sett fram til fyllingar-þeim í réttarfari og stjórnsýslu-
rétti. Skal hér aðeins nokkurra getið sem komið geta til skoðunar við athugun á
framangreindum dómi.
4.1 Hagsmunir þeir er vaida vanhæfi
4.1.1 Hagsmunir dómarans
Svo dómari teljist vanhæfur verður hann að hafa hagsmuni af úrlausn málsins.
Hér koma einnig til skoðunar hagsmunir venslamanna og annarra þeirra10 sem
eru í slíkum tengslum við dómarann, að haft geti áhrif á hann.
Hagsmunir í þessu sambandi eru skýrðir mjög rúmt og koma hér til skoðunar
beinir sem óbeinir hagsmunir. Yfirleitt er um að ræða fyrirliggjandi hagsmuni en
telja má að þetta nái einnig til væntanlegra hagsmuna ef þeir eru fyrirsjáanlegir
og raunhæfir. Hagsmunirnir geta verið efnislegir, s.s. fjárhagslegir, eða huglæg-
ir, s.s. siðferðileg afstaða.
8 Larenz. Karl: Richtiges Recht, 165-169.
9 I dönsku nefnt tillidshensynet, sbr. t.d. Rðnsholdt, S.: Om dommeres specielle habilibet.
10 Hér má t.d. nefna þegar aðili máls er starfsfélagi dómara eða dómari er í beinum starfstengslum
við annan aðilann. Sjáhért.d. HRD 1959530ogHRD 1959 657 þar sem starfstengsl voru slíkað þau
þóttu ekki valda vanhæfi. Sjá hins vegar gagnstæða niðurstöðu í UfR. 1957 688.
223