Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 54

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 54
Þær leiðir, sem nefndar hafa verið til úrbóta, eru einkum þær að kjósa sérstakan varaforseta í almennum kosningum eða fela einhverjum þeirra þriggja, sem nú taka þátt í meðferð forsetavalds, að vera sérstakur staðgengill forseta íslands. Þá gæti komið til greina að fela þetta hlutverk einhverjum ráðherranna, öðrum en forsætisráðherra, og skipta því þá milli þeirra með ákveðnu millibili. Slíkt fyrirkomulag ætti sér nokkra fyrirmynd í Sviss, þar sem sérstakur forseti er ekki kosinn, en ráðherrar fara til skiptis með verkefni hans. Með hliðsjón af eðli embættis forseta íslands og umfangi starfa hans, verður að telja óheppilegt að kjósa hér sérstakan varaforseta, sem ekki gegndi öðrum störfum. Það væri í senn of kostnaðarsamt og ekki fyrir séð, að slíkur maður hefði að jafnaði næg og verðug verkefni. Þá kemur tæpast til greina, að vel geti farið á því, að forsætisráðherra ræki þennan starfa hér á landi, þótt slíkt kunni ef til vill að geta gengið annars staðar, eins og raunin er t.d í Finnlandi, en þar er hlutverk forseta í stjórnkerfinu með öðrum hætti en hér er. Staða forsætisráð- herra er alltof pólitísk og verk hans að jafnaði of umdeild í návígi stjórnmálanna til þess, að það geti með sæmilegu móti fallið að hugmyndum manna um hlutleysi og virðingu forsetaembættisins. Þá gæti sú tilhögun valdið tortryggni og skapað erfiðleika við stjórnarmyndanir, þar sem hann hefði að jafnaði sjálfur sérstakra pólitískra hagsmuna að gæta. Hið sama má að verulegu leyti segja um þá hugmynd, að aðrir ráðherrar komi fram sem handhafar forsetavalds. Það eru hins vegar raunhæfir kostir, að annaðhvort forseti Hæstaréttar eða forseti sameinaðs Alþingis verði varaforseti. í nýlegri blaðagrein taldi Haraldur Ólafsson, dósent, það vera augljóst, að forseti sameinaðs Alþingis ætti að gegna þessu starfi og sagði m.a.: „Hann er beinn arftaki lögsögumannsins á þjóðveldis- tíma og verkstjóri æðstu stofnunar lýðveldisins. Hann er hinn eðlilegi og rétti staðgengill forseta íslands, ef nauðsyn ber til ... Sú skipan að gera forseta sameinaðs þings að staðgengli forseta lýðveldisins mundi sjálfkrafa auka veg þingsins. Þar með væri viðurkennt, að það er Alþingi, sem er ofar ríkisstjórn og dómstólum, vegna þess að þar eru sett þau lög og reglur, sem dómstólar og ríkisstjórnir verða að fylgja í störfum sínum.“IJ Þótt ýmislegt kunni að vísu að mæla með því, að forseti sameinaðs Alþingis verði staðgengill forseta íslands, er rökstuðningur af þessu tagi fjarstæðukennd- ur. Það eru engin þau sögulegu tengsl rnilli lögsögumanns á þjóðveldistíma og embættis forseta íslands, sem geri æðsta embættismann Alþingis í dag öðrum fremur til þess fallinn að vera varaforseti. Þá er það grundvallarmisskilningur, að Alþingi sé í sjálfu sér ofar ríkisstjórn og dómstólum. Þótt Alþingi setji landinu að vísu lög og stjórnarskrá öllum til eftirbreytni, eftir því sem verða má, byggist sú skipan á greiningu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og 14 Haraldur Ólafsson: Handhafar og staðgenglar. 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.