Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 11
4.2 Samanburðurinn
Hér að framan er lýst með hvaða hætti rétt er að velja þær lagareglur sem
bornar eru saman. Niðurstaðan er sú að velja beri til samanburðar reglur sem
hafa sama hlutverki að gegna óháð því hvaða heiti lögfræðingar í hverju landi
hafa valið þeim. Þegar reglurnar eru bornar saman dugar þó skammt að bera
eingöngu saman sjálfan lagatextann. í fyrsta lagi má nefna að með því fæst engin
mynd af þeim sviðum réttarins sem eru meira eða minna ólögfest. I öðru lagi er
horft framhjá mikilvægi úrlausna dómstóla og stjórnvalda við túlkun og
framkvæmd laganna. Þannig geta fjölmörg atriði sem ekki koma fram í sjálfum
lagatextanum haft verulega þýðingu við slíkan samanburð.
a) Réttarframkvæmd
Það er afar mikilvægt að skoða vel með hvaða hætti lagareglur hafa verið
túlkaðar í réttarframkvæmdinni. Til að skýra þetta nánar skal hér tekið dæmi."
í landinu A gildir sú regla að framleiðandi vöru ber hlutlæga bótaábyrgð á
hættueiginleikum hennar. Hann getur þó losnað undan ábyrgð ef hann sýnir
fram á að tækniþekking hafi verið svo takmörkuð þegar varan var hönnuð og
framleidd, að ekki var unnt að sjá hættuna fyrir og afstýra henni. í landinu B
gildir hins vegar sakarlíkindaregla, þannig að framleiðandinn ber ábyrgðina
nema honum takist að sanna að hann eigi ekki sök á. Efnislega er nokkur munur
á þessum reglum og svo kann að virðast sem tekið sé á þessum málum með all
ólíkum hætti í þessum tveimur löndum. Samanburðurinn á réttarframkvæmd-
inni kann hins vegar að leiða í ljós að munurinn er lítill sem enginn þegar allt
kemur til alls, t.d. vegna þess að í landinu B gera dómstólarnir mjög strangar
kröfur til sönnunar um að sök sé ekki fyrir hendi, þannig að ábyrgðin er nánast
hlutlæg, enda þótt ekki sé svo í orði kveðnu. Á sama hátt getur samanburður
leitt í ljós að þó að lagareglurnar séu nákvæmlega eins, sé nokkur munur á
framkvæmdinni.
í þessu sambandi má einnig nefna að einstaka settar lagareglur geta gefið
alranga mynd af veruleikanum, t.d. reglur sem hið opinbera lætur viðgangast að
brotnar séu og á jafnvel sjálft þátt í að brjóta. Dæmi um íslenska löggjöf af þessu
tagi eru 1. nr. 54/1925 um mannanöfn. Samkvæmt 2. gr. laganna má enginn
maður taka sér ættarnafn eftir gildistöku þeirra. í framkvæmd hefur þessu banni
ekki verið fylgt.
b) Mismunandi réttarkerfi
Réttarskipun ríkja getur verið all frábrugðin og byggst á ólíkri lagahugsun.
Vandamálin sem við er að glíma geta þó verið þau sömu. Hér má t.d. nefna að í
Common law ríkjum er rétturinn í mun ríkara mæli byggður á dómafordæmum,
11 Sjá t.d. Lando s. 91-92.
209