Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 33
áður um máliðí yfirskattanefnd; HRD 1969 141. Dómarinn hafði áðurdæmt um málið í yfirmarkadómi; HRD 1975 87. Dómari hafði haft afskipti af deiluefninu f.h. landbúnaðarráðuneytisins.42 Dómari hefur hins vegar ætíð verið talinn hæfur til að dæma mál þótt hann hafi t.d. dæmt í máli sömu aðila áður43eða um sama44eða sams konar úrlausnarefni.45 Þróunin virðist því öll hafa verið í þá átt að skýra ákvæðið „að hafa haft í embættis nafni önnur afskipti af máli“ svo að það taki aðallega til þess þegar dómari hefur áður haft afskipti af málinu sem dómari*6 Allt fram til 9. janúar 1990, var þó viðurkennt að sami embættismaður gæti farið með dómsvald og lögreglustjórn í héraði án þess að teljast vanhæfur á grundvelli 2. ml. 1. tl. 36. gr. eml. svo og framangreinds lögskýringarsjónarmiðs. 6. Á HVAÐA SJÓNARMIÐUM ER HIN NÝJA TÚLKUN BYGGÐ? 6.1 Forsendur Hæstaréttar Þá vaknar spurningin á hvaða sjónarmiðum er hin nýja lögskýring á 2. ml. 1. tl. og 7. tl. 36. gr. eml. byggð. í forsendum HRD 9. janúar 1990 segir: „í stjórnarskrá lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu að ríkisvaldið sé þríþætt og að sérstakir dómarar fari með dómsvaldið. Þær sérstöku sögulegu og landfræðilegu aðstæður, sem bjuggu því að baki, að sömu menn fara utan Reykjavíkur oftsinnis bæði með stjórnsýslu- og dómsstörf, hafa nú minni þýðingu en fyrr, meðal annars vegna greiðari samgangna en áður var. Alþingi hefur sett lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem taka eiga gildi 1. júlí 1992.“ Hæstiréttur bendir fyrst á að stjórnskipunin sé byggð á meginreglunni um þrígreiningu ríkisvaldsins. Þessi meginregla hefur hins vegar ekki verið talin standa því í vegi að sami embættismaður færi með dómsvald og stjórnsýslustörf í héraði, sbr. HRD 1985 1290 og HRD 1987 356. 42 Sjá hér einnig HRD 1951 487; HRD 1967 682 og HRD 1987 1189. 43 Sjá hér t.d. HRD 1939 129 og HRD 1984 1. 44 Sjá hér t.d. HRD 1970 977; HRD 1956 564 og LYRD. 1,247 (1877). 45 Sjáhért.d. HRD 1958 466. 46 Hér getur þó verið um undantekningar að ræða sbr. t.d. HRD 2. febrúar 1990. Sjá til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstólsins í Hauschildt málinuog umfjöllun um dóminn hjá: Larsen, Claus: Nár en dommer bliver inhabil, 22-23; Smith, Eva: Nogle bemærkninger til lovændringerne vedrorende retshándhævelsesarrest og dommerinhabilitet, 314-320; Hesselbjerg, Torsten: Nye regler i Retsplejeloven om retshándhævelsesarrest, 321-323 og Hilleród, Peter Garde: En skonhedsfejl ved inhabilitetsreglen i § 60, stk. 2., 321-323. 231

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.