Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 31
4.7 Gagnstæð sjónarmið Það er ljóst að þegar dómarar verða vanhæfir, seinkar það oft meðferð mála og veldur auknum kostnaði fyrir ríkið og stundum aðila máls. Þá er einnig hætta á að farið sé með sérstakar hæfisreglur út í öfgar eða dómarar reyni að koma sér hjá erfiðum og óvinsælum dómsmálum með því að víkja sæti. Þess eru dæmi að dómarar hafi vikið sæti sökum starfsanna en slík vikning er ekki heimil á grundvelli hinna sérstöku hæfisreglna.34 5. HVERS VEGNA VÉK DÓMARAFULLTRÚINN EKKI SÆTI í MÁL- INU? 5.1 Sama embættismanni falið með lögum að fara með ósamþýðanleg störf Frá árinu 1718, er telja má að Norskulög hafi verið lögleidd hér á landi,35 hafa sömu embættismenn farið með stjórnsýslustörf og dómsstörf í héraði. í bók Einars Arnórssonar „Dómstólar og réttarfar", sem út kom 1911, kemur vel fram hvernig hinar sérstöku hæfisreglur voru túlkaðar við þær aðstæður. Mr segir: „Þar sem löggjöfin felur sama embættismanni ýmiss konar störf, þarf hann ekki að víkja úr dómarasæti, þótt hann hafi fjallað um málið áður í embættis nafni, nema ætla megi, að úrslit þess snerti hann siðferðislega eða fjárhagslega, eða hann sé beinlínis formlega aðili máls.“v’ Á grundvelli þessa lögskýringarsjónarmiðs var það því viðtekið í íslenskri réttarframkvæmd að dómari gæti dæmt í þeim málum sem hann hafði áður haft afskipti af sem lögreglustjóri án þess að teljast vanhæfur á grundvelli hinna sérstöku hæfisreglna.37 Sennilega hefur grunnhugsun þessa lögskýringarsjónarmiðs verið sú að þar sem löggjafinn, á grundvelli hagkvæmnisjónarmiða, hefði ákveðið með lögum að fela sama embættismanni dóms- og stjórnsýslustörf, sem í sjálfu sér væru ósamþýðanleg og leiddu því oft til hagsmunaárekstra, væri löggjafinn um leið að lögfesta undanþágu frá hinum sérstöku hæfisreglum, því að forsenda þess að slík skipan gæti yfirleitt gengið, var að dómari teldist ekki vanhæfur í sérhverju því máli sem hann áður hefði haft afskipti af sem stjórnsýsluhafi.3" 34 Sbr. t.d. HRD 1981 1033. 35 Sbr. erindisbréf til Niels Fuhrmanns, Lovs. f. Isl. I, 739. 36 Einar Arnórsson: Dómstólar og réttarfar, 148. 37 Petta sjónarmiö var eingöngu talið eiga viö þegar sama embættismanni var með lögum falið að fara með ýmis störf á sama tíma, en ekki þegar stjórnsýsluhafi hafði haft afskipti af máli í öðru starfi, sem hann hafði gengt áður. Ráðagerð virðist þó vera uppi um það í forsendum héraðsdóms, sjá HRD 1987 1146. 38 Þetta lögskýringarsjónarmið gengur þvert á það lögskýringarsjónarmið sem minnst var á í kafla 4.2. 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.