Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 34
Því næst víkur Hæstiréttur að þeim hagkvæmnisjónarmiðum sem lágu til
grundvallar því að skipan dómsvalds og lögreglustjórnar í héraði var víða höfð í
andstöðu við fyrrgreinda meginreglu um þrígreiningu ríkisvaldsins. Með því að
benda á að þessi sjónarmið hafi minni þýðingu en áður, er væntanlega verið að
undirstrika að forsendur þær sem voru fyrir hinni umdeildu skipan dómsvalds og
umboðsstjórnar í héraði séu brostnar. Með þessu er Hæstiréttur e.t.v. einnig að
benda á það, að af þessum sökum komi því til greina að líta til annarra
sjónarmiða við skýringu 36. gr. eml. en hingað til hefur verið gert.
Loks vísar Hæstiréttur til þess að sett hafa verið lög sem hafa munu í för með
sér aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds.
Þær forsendur, sem hér að framan hefur verið getið, lúta allar að því
vandamáli hvort dómstóll teljist sjálfstæður og óháður, en ekki beint að því
hvort dómari teljist óhlutdrægur. Þessu má ekki rugla saman. Hins vegar er það
svo að þegar dómstóll er ekki sjálfstæður og óháður, getur dómarinn sjaldnast
talist fullkomlega óhlutdrægur. Sjálfstæði dómstóla er því oftast forsenda fyrir
því að dómari geti verið óhlutdrægur.47 Það er hins vegar ekki sjálfgefið að
dómari sé óhlutdrægur, enda þótt dómstóll teljist sjálfstæður og óháður.
Þá segir í forsendum dómsins:
„Island hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála
Evrópu.“
Með framsetningu þessarar staðreyndar fylgir í kjölfarið hugsunin um megin-
regluna, sem minnst var á í 4.5 hér að framan, að ríki leitast jafnan við að túlka
löggjöf sína í samræmi við þjóðarétt en ekki í andstöðu við hann.4S Þá vaknar
spurningin hvernig er Mannréttindasáttmálinn túlkaður?
Því svarar Hæstiréttur:
„Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli
Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr.
mannréttindasáttmálans.“
Hér er vísað til máls Jóns Kristinssonar gegn íslandi þar sem aðstaðan var
svipuð og í því máli sem hér er til skoðunar. Þar hafði dómarafulltrúi fyrst farið
með málið sem fulltrúi lögreglustjóra og boðið Jóni að ljúka því með sátt. Þar
sem Jón hafnaði þeim málalyktum var ákært í málinu og fór þá sami fulltrúinn
með málið í sakadómi og dæmdi.
47 I Mannréttindasáttmálanum er bæöi gerö sú krafa til dómstóla aö þeir séu óháðir og óhlutdrægir.
Gaukur Jörundsson: Um rétt manna samkvæmt 6. gr., 172.
48 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands. 106ogGunnarG. Schram: Ágripafþjóðarétti, 16-17.
232