Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 34
Því næst víkur Hæstiréttur að þeim hagkvæmnisjónarmiðum sem lágu til grundvallar því að skipan dómsvalds og lögreglustjórnar í héraði var víða höfð í andstöðu við fyrrgreinda meginreglu um þrígreiningu ríkisvaldsins. Með því að benda á að þessi sjónarmið hafi minni þýðingu en áður, er væntanlega verið að undirstrika að forsendur þær sem voru fyrir hinni umdeildu skipan dómsvalds og umboðsstjórnar í héraði séu brostnar. Með þessu er Hæstiréttur e.t.v. einnig að benda á það, að af þessum sökum komi því til greina að líta til annarra sjónarmiða við skýringu 36. gr. eml. en hingað til hefur verið gert. Loks vísar Hæstiréttur til þess að sett hafa verið lög sem hafa munu í för með sér aðskilnað dómsvalds og framkvæmdarvalds. Þær forsendur, sem hér að framan hefur verið getið, lúta allar að því vandamáli hvort dómstóll teljist sjálfstæður og óháður, en ekki beint að því hvort dómari teljist óhlutdrægur. Þessu má ekki rugla saman. Hins vegar er það svo að þegar dómstóll er ekki sjálfstæður og óháður, getur dómarinn sjaldnast talist fullkomlega óhlutdrægur. Sjálfstæði dómstóla er því oftast forsenda fyrir því að dómari geti verið óhlutdrægur.47 Það er hins vegar ekki sjálfgefið að dómari sé óhlutdrægur, enda þótt dómstóll teljist sjálfstæður og óháður. Þá segir í forsendum dómsins: „Island hefur að þjóðarétti skuldbundið sig til að virða mannréttindasáttmála Evrópu.“ Með framsetningu þessarar staðreyndar fylgir í kjölfarið hugsunin um megin- regluna, sem minnst var á í 4.5 hér að framan, að ríki leitast jafnan við að túlka löggjöf sína í samræmi við þjóðarétt en ekki í andstöðu við hann.4S Þá vaknar spurningin hvernig er Mannréttindasáttmálinn túlkaður? Því svarar Hæstiréttur: „Mannréttindanefnd Evrópu hefur einróma ályktað, að málsmeðferðin í máli Jóns Kristinssonar, sem fyrr er lýst, hafi ekki verið í samræmi við 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans.“ Hér er vísað til máls Jóns Kristinssonar gegn íslandi þar sem aðstaðan var svipuð og í því máli sem hér er til skoðunar. Þar hafði dómarafulltrúi fyrst farið með málið sem fulltrúi lögreglustjóra og boðið Jóni að ljúka því með sátt. Þar sem Jón hafnaði þeim málalyktum var ákært í málinu og fór þá sami fulltrúinn með málið í sakadómi og dæmdi. 47 I Mannréttindasáttmálanum er bæöi gerö sú krafa til dómstóla aö þeir séu óháðir og óhlutdrægir. Gaukur Jörundsson: Um rétt manna samkvæmt 6. gr., 172. 48 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands. 106ogGunnarG. Schram: Ágripafþjóðarétti, 16-17. 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.