Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 58
Tryggvi Axelsson lauk embœttisprófi í lögfrœði frá Háskóla íslands vorið 1986. Hann hefursíðan starfað í viðskiptaráðuneytinu og á sæti í framkvœmdastjórn nefndar um verklag í viðskiptum (ICEPRO) Tryggvi Axelsson: LÖGLEG UNDIRSKRIFT OG STAÐFESTING LÖG- GERNINGS - ERU TÍMAMÓT FRAMUNDAN? Ör tækniþróun og nýjungar af ýmsu tagi á sviði vísinda eru orðnar næsta daglegt brauð. Ýmsar nýjungar sem koma fram hafa ekki áhrif samstundis, áhrifanna tekur oft ekki að gæta fyrr en allmörgum árum eftir að fjölmiðlar fluttu fréttir af uppgötvun þeirra vísindamanna sem að henni stóðu. Þau áhrif sem tækniþróunin hefur á líf okkar, er lifum þær breytingar sem hér eru gerðar að umtalsefni, kunna að vera margvísleg. Þannig kann mönnum að verða gert kleift að framkvæma ýmsa þá hluti sem áður voru taldir óframkvæmanlegir. Frjóvgun eða myndun mannslífa utan mannslíkamans eru nýleg dæmi um þetta. Tækninýjungar krefjast oft á tíðum að þjóðfélagið bregðist við þeim á viðeigandi hátt, meðal annars með því að breyta löggj öf sinni, ef ástæða þykir til. í þessari grein er ekki ætlunin að ræða tækninýjungar á sviði fósturfræðinnar, heldur er framangreint dæmi aðeins tekið til þess að minna okkur á, hvernig fjarlægar vonir verða að veruleika, og fyrr en varir, næstum hversdagsbrauð. Tilefni greinarinnar er að ræða í fáum orðum þá þróun sem nú á sér stað við hagnýtingu tölvutækninnar sem orðin er verulega útbreidd meðal tæknivæddra þjóða. Aukin þekking og tækninýjungar sem miða að öflugri nýtingu tölvunnar, sem miðils í almennum viðskiptum í nútímaþjóðfélagi, munu án efa á næstu árum verða þess valdandi að íslenskir lögfræðingar verða að skoða löggjöf okkar með sérstöku tilliti til þess að tölvur og tölvuskjöl, en ekki pappír og penni, verði viðskiptamiðill framtíðarinnar. 256

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.