Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 13
Þótt hægt sé að finna skýr dæmi um breytilegan þátt annars vegar og fastan þátt hins vegar er ekki þar með sagt að mörkin þar á milli séu alltaf skýr. Flestir eru sammála um það að þegar fengist er við flokkun í réttarkerfi beri að miða við hina föstu þætti, en ekki eru þeir allir sammála um það við hvaða atriði beri að miða í reynd. Algengt er að miða við eftirtalin atriði þó að áhersla manna á þau sé afar mismunandi:13 1. Sögulegur bakgrunnur Sögulegur bakgrunnur er eitt af því sem mótar mjög yfirbragð réttarins. Skýrasta og besta dæmið um þetta er þróun Common law á Englandi. Rétturinn á Englandi og í Bandaríkjunum ber mjög sterk svipmót þessarar þróunar. Þessi einkenni eru það sterk að réttmætt þykir af þessari ástæðu einni að fjalla um Common law sem sérstakt réttarkerfi. 2. Ráðandi lagahugsun í frönskum og þýskum rétti er t.a.m. sterk tilhneiging til að vinna með óhlutbundin hugtök og víðtækar meginreglur og beita þeim á þjóðlífið. Reglurn- ar sem settar hafa verið fyrirfram af löggjafanum og mótast hafa af réttarfram- kvæmd og skrifum fræðimanna eru ráðandi um mynd okkar af veruleikanum. Hegðun manna er skýrð með fyrirfram gefnum hugtökum. í samræmi við þetta er hlutverk dómstólanna ekki réttarsköpun, heldur ber þeim eingöngu að staðfesta efni lögbókanna og túlkun fræðimanna á þeim. í Common law er hins vegar litið svo á að reglurnar verði til fyrir starf dómstólanna við úrlausn ákveðinna mála. Reglurnar séu ekki gefnar fyrirfram heldur verði þær til sem viðbrögð við raunverulegum aðstæðum. Þegar nægilega mörg dómafordæmi liggja fyrir sé fyrst réttmætt að tala um reglu. 3. Sérstæð fyrirbæri réttarins Sum fyrirbæri réttarins geta verið svo sérstæð að þau móta í ríkum mæli yfirbragð hans. í Common law ríkjum má sem dæmi nefna „consideration“.14 Þetta fyrirbæri er einstakt og þekkist ekki meðal annarra rfkja en þeirra sem teljast til Common law. Mörg önnur fyrirbæri af þessu tagi mætti nefna þótt það verði ekki gert hér. 13 Ýmsar tillögur hafa komið fram um það á hvaða atriðum beri að reisa skiptingu í réttarkerfi. Sjá m.a. greinargerð um þetta í Zweigert og Kötz 1971, s. 67-72, sem einkum er stuðst við hér. 14 Sjá m.a. Páll Sigurðsson s. 129. Þar er „consideration“ þýtt sem bráðabirgðaendurgjald. í enskum og bandarískum rétti er tilboð ekki bindandi fyrir tilboðsgjafa fyrr en hann hefur fengið svar við því, sem felur í sér vilyrði um endurgjald af einhverju tagi. Til að fullnægja þessu skilyrði þarf tilboðsmóttakandi að greiða bráðabirgðaendurgjald (consideration) til tilboðsgjafa og binda hann þar með við tilboðið. Slíkt endurgjald getur verið mjög lágt og aðeins óverulegur hluti tilboðsverðs. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.