Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 5
Davíð Þór Björgvinsson:
SAMANBURÐARLÖGFRÆÐI
Davíd Pór Björgvinsson er
dósent við lagadeild Háskóla íslands
EFNISYFIRLIT
1. INNGANGUR
1.1 Oröið „samanburöarlögfræði"
1.2 Viöfangsefni samanburöarlögfræöinnar
1.3 Er samanburðarlögfræði sjálfstæö grein innan lögfræðinnar?
2. NYTSEMI SAMANBURÐARLÖGFRÆÐINNAR
3. ÁGRIP AFSÖGU GREINARINNAR
4. AÐFERÐIR
4.1 Afmörkun efnisins
4.2 Samanburðurinn
5. SKIPTING í RÉTTARKERFI
6. VESTRÆN RÉTTARKERFI
6.1 Megineinkenni vestræns réttar
6.2 Staða sósíalísks réttar
7. ÖNNUR RÉTTARKERFI
8. SKIPTING VESTRÆNS RÉTTAR
9. LOKAORÐ
1. INNGANGUR
1.1 Orðið „samanburðarlögfræði“
Orðið „samanburðarlögfrœði“ er hér notað sem heiti á þeirri fræðigrein
lögfræðinnar sem fæst m.a. við samanburð á rétti ríkja heimsins.1 Orðið er á
ýmsan hátt óheppilegt þar sem það gefur ófullkomna mynd af því sem fjallað er
um í greininni.2 Það vísar ekki til tiltekins viðfangsefnis eins og t.d. orðið
1 Heitið „samanburðarlögfræði" er þýðing á erlendu heitunum Comparative Law á ensku,
Rechtsvergleichung á þýsku og droit comparé á frönsku. f dönsku lagamáli er notað heitið
komparativ ret.
2 Erlendis hefur mönnum einnig gengið illa að finna heppilegt orð sem lýsir á fullnægjandi hátt því
sem fengist er við í samanburðarlögfræði, sjá t.d. Mary Ann Glendon, Michael Wallace Gordon og
Christopher Osakwe: Comparative Legal Traditions (Text, materials and cases on the Civil Law,
Common Law and Socialist Law Traditions, with special Reference to French, West-German,
English and Soviet Law), St. Paul. Minn. 1985, s. 1. (Hér eftir vísað til sem Glendon, Gordon og
Osakwe).
203