Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 37

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 37
vettvangi og tekið afstöðu til málsins þar, getur það valdið vanhæfi hans.J,) Með því að dæma mál, sem dómarinn hefur áður haft afskipti af sem stjórnsýsluhafi, getur komið til þess að dómari þurfi að Ieggja mat á fyrri ákvarðanir eða afstöðu til málsins, þar sem komið getur til greina, að betur athuguðu máli, að afstaða hans hafi verið röng við fyrri meðferð málsins eða rétt aðferð hafi ekki verið við höfð við rannsókn og meðferð máls, röng sjónarmið hafi þar verið lögð til grundvallar, stjórnsýsluákvörðun hafi ekki næga lagastoð o.s. frv. Getur því auðveldlega komið til þess að tiltekin niðurstaða í dómsmáli valdi dómara álitshnekki eða í það minnsta hugarangri vegna fyrri afskipta af málinu. Þar af leiðandi getur það reynst dómara erfitt og stundum ómögulegt að líta óhlutdrægt á málið. 7.2 Árekstur starfsskyldna Þegar dómari hefur komið áður að máli sem stjórnsýsluhafi kemur sú staða iðulega upp að starfsskyldur hans sem dómara og stjórnsýsluhafa eru ósamrým- anlegar. Á stjórnsýsluhöfum hvílir hollustu-, trúnaðar- og hlýðnisskylda. Starfsskyldur stjórnsýsluhafa eru m.a. oftast fólgnar í því að framfylgja lögum á virkan hátt. Á sumum þeirra hvílir einnig skylda til að móta tiltekna stefnu. Loks ber stjórnsýsluhöfum að hafa virkt eftirlit á því sviði er stjórnsýsla þeirra nær til. Brjóti borgararnir lög og stjórnsýslufyrirmæli sem stjórnsýsluhafinn sér um framkvæmd á, getur það leitt til ýmiss konar viðbragða af hálfu stjórnsýslunnar. Þegar stjórnsýsluhafi, sem fer með slíkar starfs- og trúnaðarskyldur, hefur áður af eigin frumkvæði haft afskipti af máli, sem hann fer síðar með sem dómari, er ljóst að hann getur ekki fullnægt þeim starfsskyldum dómara að vera fullkom- lega hlutlaus og óhlutdrægur50 við meðferð málsins. Meðal annars á grundvelli ólíks eðlis starfsemi stjórnsýslunnar og dómstól- anna eru stjórnsýsluhafar ekki hlutlausir á sama hátt og dómarar eru, því að starfrænt séð er það hlutverk stjórnsýsluhafa að gæta og framfylgja á virkan hátt tilteknum þjóðfélagslegum hagsmunum,51 sem geta „rekist“ á við hagsmuni tiltekinna einstaklinga.52 í sumum tilvikum virðast þeir því geta haft nokkurs konar aðilastöðu í máli, eftir að hafa haft afskipti af því. Gagnstætt stjórnsýslu- höfum mega dómarar hins vegar engra hagsmuna hafa að gæta við beitingu dómsvalds. 49 Sjá t.d. HRD 1971 923. Dómari hafði einhliða sett fram sjónarmið annars málsaðilans í bréfi til dómsmálaráðuneytisins. HRD 1967 682. Meðdómandi hafði tekið afstöðu og greitt atkvæði um úrlausnarefni dómsmáls á fundi tiltekinnar bæjarstjórnar. 50 „Dommernessærkende er upartiskhed, personligogsagliguengagerethed ..." Ross: Statsforfatn- ingsret, 234. 51 Christensen, Bent: Nævn og rád, 41. 52 f bandarískum rétti geta slík tengsl valdið vanhæfi: „bias from strong and sincere conviction as to public policy“. Christensen, Bent: Nævn og rád, 41. 235

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.