Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Blaðsíða 37
vettvangi og tekið afstöðu til málsins þar, getur það valdið vanhæfi hans.J,) Með því að dæma mál, sem dómarinn hefur áður haft afskipti af sem stjórnsýsluhafi, getur komið til þess að dómari þurfi að Ieggja mat á fyrri ákvarðanir eða afstöðu til málsins, þar sem komið getur til greina, að betur athuguðu máli, að afstaða hans hafi verið röng við fyrri meðferð málsins eða rétt aðferð hafi ekki verið við höfð við rannsókn og meðferð máls, röng sjónarmið hafi þar verið lögð til grundvallar, stjórnsýsluákvörðun hafi ekki næga lagastoð o.s. frv. Getur því auðveldlega komið til þess að tiltekin niðurstaða í dómsmáli valdi dómara álitshnekki eða í það minnsta hugarangri vegna fyrri afskipta af málinu. Þar af leiðandi getur það reynst dómara erfitt og stundum ómögulegt að líta óhlutdrægt á málið. 7.2 Árekstur starfsskyldna Þegar dómari hefur komið áður að máli sem stjórnsýsluhafi kemur sú staða iðulega upp að starfsskyldur hans sem dómara og stjórnsýsluhafa eru ósamrým- anlegar. Á stjórnsýsluhöfum hvílir hollustu-, trúnaðar- og hlýðnisskylda. Starfsskyldur stjórnsýsluhafa eru m.a. oftast fólgnar í því að framfylgja lögum á virkan hátt. Á sumum þeirra hvílir einnig skylda til að móta tiltekna stefnu. Loks ber stjórnsýsluhöfum að hafa virkt eftirlit á því sviði er stjórnsýsla þeirra nær til. Brjóti borgararnir lög og stjórnsýslufyrirmæli sem stjórnsýsluhafinn sér um framkvæmd á, getur það leitt til ýmiss konar viðbragða af hálfu stjórnsýslunnar. Þegar stjórnsýsluhafi, sem fer með slíkar starfs- og trúnaðarskyldur, hefur áður af eigin frumkvæði haft afskipti af máli, sem hann fer síðar með sem dómari, er ljóst að hann getur ekki fullnægt þeim starfsskyldum dómara að vera fullkom- lega hlutlaus og óhlutdrægur50 við meðferð málsins. Meðal annars á grundvelli ólíks eðlis starfsemi stjórnsýslunnar og dómstól- anna eru stjórnsýsluhafar ekki hlutlausir á sama hátt og dómarar eru, því að starfrænt séð er það hlutverk stjórnsýsluhafa að gæta og framfylgja á virkan hátt tilteknum þjóðfélagslegum hagsmunum,51 sem geta „rekist“ á við hagsmuni tiltekinna einstaklinga.52 í sumum tilvikum virðast þeir því geta haft nokkurs konar aðilastöðu í máli, eftir að hafa haft afskipti af því. Gagnstætt stjórnsýslu- höfum mega dómarar hins vegar engra hagsmuna hafa að gæta við beitingu dómsvalds. 49 Sjá t.d. HRD 1971 923. Dómari hafði einhliða sett fram sjónarmið annars málsaðilans í bréfi til dómsmálaráðuneytisins. HRD 1967 682. Meðdómandi hafði tekið afstöðu og greitt atkvæði um úrlausnarefni dómsmáls á fundi tiltekinnar bæjarstjórnar. 50 „Dommernessærkende er upartiskhed, personligogsagliguengagerethed ..." Ross: Statsforfatn- ingsret, 234. 51 Christensen, Bent: Nævn og rád, 41. 52 f bandarískum rétti geta slík tengsl valdið vanhæfi: „bias from strong and sincere conviction as to public policy“. Christensen, Bent: Nævn og rád, 41. 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.