Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 3
TIMARIT LÖGFRÆÐINGA 4. HEFTI 41. ÁRGANGUR DESEMBER 1991 EES SAMNINGURINN OG ÍSLENSK LÖG Þegar þetta er ritað hefur hinar síðustu vikur verið um fátt meira fjallað í ræðu og riti en uppkast að samningi um Evrópskt efnahagssvæði. Er það að vonum því að samningsaðild íslands myndi væntanlega hafa víðtækari áhrif á landi hér en nokkur annar þjóðréttarsamningur sem ísland á nú aðild að. Síðustu dagana hefur umræðan að nokkru leyti snúist um langhala og karfa og hvað hver sagði hvenær um þá fiska og kröfur og tilboð um að draga þá úr sjó. Þetta kann að vísu að skipta máli en getur tæplega talist höfuðmál þegar til samningssviðsins alls er litið. Þá hefur og töluvert verið rætt um það álit Dómstóls Evrópubandalagsins að einstök ákvæði samningsuppkastsins brjóti í bága við Rómarsamninginn. Það sem eðlilega vekur mestan áhuga lögfræðinga hér á landi er með hvaða hætti samningsaðild kynni að hafa áhrif til breytinga á löggjöf í landinu og hvort hún skerti heimildir löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Því var það kærkomið þegar tveir þekktir fræðimenn, þeir Stefán Már Stefánsson prófessor og dr. Guðmundur Alfreðsson, lýstu á dögunum í útvarpi skoðunum sínum á því hvort tiltekin ákvæði í samningsuppkastinu kölluðu á breytingar á stjórnarskránni og hvers þyrfti að gæta við samþykkt samningsins. í 114. gr. samningsuppkastsins er gert ráð fyrir því að sameiginleg nefnd Eftaríkjanna og Evrópubandalagsins geti með samhljóða ályktun breytt samn- ingnum eða aukið við hann. Hvert Eftaríkjanna hefur því í raun vald til þess að neita að samþykkja breytingar og viðauka við samninginn. I sömu grein er gert ráð fyrir því að það fari eftir stjórnskipunarlögum hvers Eftaríkis hvort löggjafarþing þess þurfi að samþykkja breytingar á samningnum. Nái ríkin ekki samkomulagi eða synji löggjafarþing einhvers Eftaríkis um samþykki, falla niður til bráðabirgða ákveðnir þættir samningsins, sem eru nánar ákvarðaðir í hvert skipti er á reynir, að nokkrum tíma liðnum. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.