Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 45
félaganna svo og annarra þeirra sem að því þingi standa sé góður kostur til að halda áfram sameiginlegum umræðum um dómsmálastjórn, réttarfar og skipan dómsvalds. Náms-og kynnisferð dómara til Washington 26. ágúst til 2. september 1991 Það hefur verið stefna stjórnar Dómarafélags íslands undanfarin ár að standa fyrir ferðum félagsmanna til annarra landa til þess að gefa þeim kost á að kynnast réttarfari og dómstólaskipan utan Islands. Slíkar ferðir hafa tvímæla- laust haft mikil áhrif á störf dómara og má raunar segja að þær séu ungum dómurum nauðsynlegar við mótun þeirra í starfi. Síðasta dómaraferð var farin haustið 1988 er dómstólar í Strassborg og í Þýskalandi voru heimsóttir. Undirbúningur dómaraferðar til Bandaríkjanna hófst sl. haust með því að gengið var á fund sendiherra Bandaríkjanna á íslandi Charles H. Cobb og óskað aðstoðar hans við að koma ferðinni á. Haldnir voru nokkrir fundir með aðstoðarmönnum sendiherra svo og forstöðumönnum Menningarmálastofnun- ar Bandaríkjanna á íslandi þar sem kynntar voru óskir Dómarafélags íslands um dagskrá ferðarinnar. Þann 19. janúar tilkynnti stjórnin félagsmönnum um ferðina og óskaði eftir umsóknum. Áskildi stjórnin sér rétt til að takmarkafjölda þátttakenda við 15 dómara. Alls barst 21 umsókn. í samráði við dómsmálaráðu- neytið svo og erlenda skipuleggjendur var ákveðið að þátttakendur af hálfu dómara yrðu 17. Auk þeirra tók Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu þátt í ferðinni. Þann 19. ágúst var haldinn kynningarfundur með þátttakendum. Þar var þeim kynnt dagskrá ferðarinnar og gögnum dreift. Þá fræddi Hjördís Hákonardóttir borgardómari fundarmenn um dómstólaskipan í Bandaríkjunum en hún tók þátt í ferðinni bæði sem dómari og leiðsögumaður. Þar sem í upphafi var ljóst að hinir erlendu skipuleggjendur bundu dagskrána við dómara eina svo og að dagskráin var eingöngu fagleg var hugað að sérstakri dagskrá fyrir maka dómara. Eyjólfur Kjalar Emilsson Ph. D. sá um þá dagskrá af miklum myndarskap. Dagskrá ferðarinnar hófst þegar á flugvellinum í Baltimore að kvöldi 26. september þar sem tveir leiðsögumenn tóku á móti hópnum, þeir Charles A. James og Martin Sebastia. Charles A. James er lögfræðingur frá Yale og heiðursdoktor auk þess að vera fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Níger. Þessir tveir menn voru með hópnum allan tímann. Að morgni næsta dags voru heimsóttir þeir erlendu aðilar sem skipulagt höfðu dagskrána, en það voru U.S. Information Agency og Delphi International Education and Training. Eftir hádegi sama dag var haldið til Federal Judicial Center. Þessi stofnun stjórnar rannsóknum á dómstólakerfi alríkisins, annast undirbúning og þjálfun 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.