Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 10
völdum lyfja. Er þær að finna í 84. gr. o.áfr. í Arzneimittelgesetz (þýska lyfjalöggjöfin). Eru þær allstrangar, en gilda skiljanlega eingöngu um líkamstjón.14 3.2 Islensku lögin Lögin um skaðsemisábyrgð taka gildi 1. janúar 1992. Samkvæmt 15. gr. þeirra taka þau ekki til vöru sem dreift er áður en þau öðlast gildi. Þannig verður gildistakan hugsanlega vandamál í stöku tilfelli, ef reynir á sönnun um það hvenær vöru var dreift. Lögin eru að mestu í samræmi við dönsku lögin frá 1989, en í fáeinum atriðum er vikið frá þeim. Raunar er einnig að finna frávik sem ekki eru heimiluð innan Evrópubandalagsins. Verður nánar að þeirn vikið hér á eftir. 4. MEGINATRIÐI LAGANNA OG TILSKIPUNARINNAR 4.1 Gildissvið Lögin taka skv. 1. og. 2. gr. til ábyrgðar vegna tjóns er rakið verður til ágalla15 á söluvöru. Svo sem áður er getið er gildissvið laganna að nokkru takmarkað. í fyrsta lagi er munatjón í atvinnurekstri undanskilið. Raunar er takmörkunin nokkru víðtækari en þetta orðalag mitt gefur til kynna, því hún nær til allra muna sem notaðir eru í atvinnurekstri, svo og þess sem almennt er eingöngu notað í atvinnurekstri, sbr. 2. mgr. 2. gr. Þannig þarf í raun ekki að spyrja hvernig notkun er háttað á hlutum eins og jarðýtum, vegheflum o.fl. Tjón á kaffivél á vinnustað er einnig undanskilið gildissviði laganna. Þá er í lögunum tekið fram að eldri reglur haldi áfram gildi sínu. Segja má að þetta skipti vart máli varðandi þau tilvik er falla undir gildissvið nýju laganna, því bótaábyrgðin er líklega oftast strangari en áður. Það má heita hrein ímyndun að hugsa sér að sönnunaraðstaðan geti horft þannig við að hagfelldara væri að ná dómi byggðum á sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði. Loks verður framleiðsla hins skaðlega hlutar að vera liður í atvinnustarfsemi, sbr. 2. tl. I. mgr. 7. gr. Matargerð á heimilum telst þannig ekki framleiðsla og heimilisfólk verður ekki bótaskylt á grundvelli laga nr. 25/1991. Hvaða bóta- reglu yrði beitt gagnvart þeim er heldur matarboð skal ekki sagt neitt um hér, en þeir er selja hráefni til matargerðarinnar eru bótaskyldir skv. lögum nr. 25/1991 ef skilyrðin eru annars uppfyllt. 14 Löggjöf þessi er hin eina sem telja má beina afleiðingu af Thalidomid-slysinu. Thalidomid var róandi lyf er dreift var víða og kom í ljós að tækju þungaðar konur þetta lyf gat það leitt til þess að börnin fæddust vansköpuð. Flest tilvikin komu fram í Vestur-Þýskalandi. 15 í lögunum er notað hugtakið ágalli í stað galla. Er það gert þar sem þetta er annað hugtak en gallahugtak kaupalaga. 232

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.