Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 51
Voru skoðanir oft skiptar. Að hópvinnunni lokinni gerðu höfundar grein fyrir skoðunum sínum á því hvernig leysa ætti verkefnin. Ráðstefna þessi var hin fróðlegasta í alla staði og ágætlega skipulögð. Ymislegt fór þó fyrir ofan garð og neðan eins og verða vill þegar fjallað er um mörg viðfangsefni og umfangsmikil á skömmum tíma. Segja má að mesta athygli Islendinganna hafi vakið sú skoðun Frank Poulsen forseta Sjó- og verslunar- dómsins í Kaupmannahöfn að sjópróf ætti að taka úr höndum dómstóla og fela sérstakri nefnd sem færi með sjópróf á landinu öllu. Hann rökstuddi þessa skoðun sína helst þannig að dómstólana skorti nauðsynlega þekkingu til þess að rannsaka sjóslys og breytti þar engu um þótt þeir hefðu aðgang að sérfróðum meðdómsmönnum. Þótt þetta fyrirkomulag gæti blessast í Danmörku þá leist bæði okkur íslendingunum og Norðmönnum tæplega á að það væri tækt í löndum okkar vegna fjarlægða og erfiðra samgangna oft á tíðum. Það mun þó vera svo að Poulsen er nýlega byrjaður að láta þessa skoðun sína í ljósi en um hana mun hvorki fagleg né pólitísk umræða hafa farið fram. AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1991 Dómaraþing var haldið 10. og 11. október 1991. Formaður Valtýr Sigurðsson borgarfógeti setti þingið. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra, Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Sigurður G. Guðjónsson hrl. og Claus Larsen formaður danska dómarafélagsins fluttu ávörp. Sigurður færði félaginu kr. 100.000 að gjöf frá L.M.F.Í. til ritunar sögu félagsins. Fundarstjóri var kjörinn Haraldur Henrýsson hæstaréttardómari. Aðalfundarstörf hófust með ræðu formanns og skýrslu stjórnar. Sigríður Ingvarsdóttir gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins. Formaður gerði grein fyrir tillögum stjórnar félagsins um lagabreytingar og um dómsmálaþing. Tillögur stjórnarinnar um lagabreytingar voru samþykktar með einni breytingu. Þá var skýrsla stjórnar og skýrsla gjaldkera samþykktar. Formaður Dómarafélags Reykjavíkur, Eggert Óskarsson, skýrði frá störfum þess félags, þar á meðal harðorðri ályktun aðalfundar félagsins um kjaramál dómara. Safnað var framlögum á fundinum til styrktar dómurum og saksóknurum og fjölskyldum þeirra í Kólumbíu. Samþykkt var að Inger Jónsdóttir fulltrúi sýslumanns í Suður-Múlasýslu og Georg K. Lárusson og Sigurður T. Magnússon fulltrúar yfirborgardómara fengju inngöngu í félagið. Samþykkt var að félagsgjöld yrðu óbreytt en að þeir sem ganga úr félaginu vegna lagabreytinga greiddu hálft árgjald. Stjórn, varastjórn og endurskoðendur voru endurkjörnir. 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.