Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 46
dómara og starfsfólks dómstólanna, rannsakar nýja tækni, sérstaklega á tölvu- sviði, og gerir tillögur um úrbætur á stjórnun dómstólanna. Alríkisdómarar koma flestir úr röðum lögmanna. Aður en þeir taka við starfi sínu fara þeir á námskeið hjá stofnuninni þar sem þeir læra dómsmálastjórnun. Hópurinn fékk góða lýsingu á starfi stofnunarinnar hjá James G. Appel. Af upplýsingum hans svo og þeim gögnurn sem hópurinn fékk má ráða að hér er um merka stofnun að ræða sem vert er að gefa gauin. Á miðvikudagsmorgni heimsótti hópurinn U.S. District Courtfor the District of Columbia. Þessi dómstóll hefur lögsögu í dómsmálum þar sem reynir á alríkislög og í dómsmálum þegar aðilar eru búsettir hvor í sínu ríkinu. Fylgst var með réttarhaldi í einu máli og rætt við dómara. Kviðdómsfyrirkomulag hins bandaríska réttarfars vakti að vonum athygli dómaranna en í málinu sem var til meðferðar var deilt um lögmæti uppsagnar starfsmanns fyrirtækis. Kviðdómur- inn átti bæði að kveða á um lögmæti uppsagnarinnar og upphæð bóta ef til kæmi. Þá vakti það mikla athygli íslensku dómaranna að hver dómari við dómstólinn hafði sérstakan dómsal og starfsmenn til umráða. Stjórn D.í. hafði lagt mikla áherslu á það við skipuleggjendur ferðarinnar að dómurum gæfist kostur á að dvelja heilan dag í dómstólnum og þá í minni hópum og eiga viðtöl við dómarana. Þetta tókst ekki að öllu leyti þar sem dómararnir voru meira og minna uppteknir, m.a. höfðu tveir þeirra farið með stuttum fyrirvara til Rúmeníu til aðstoðar við starfsbræður sína þar. Þennan sama dag var Georgetown University Law Center heimsótt, en það er eitt stærsta lagabókasafn í Bandaríkjunum. Forstöðumaður safnsins Adeen Postar lýsti stofnuninni. Dómarar voru sýnilega þjáðir af þeim mikla hita sem var þennan dag. Þær þjáningar hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ungfrú Jill J. Ramsfield leið inn í salinn og hóf að lesa yfir dómurunum leiðbeiningar um það hvernig ætti að semja lög og dóma. Dundu spurningar karldómara á ungfrúnni og sýndust þeir mun námfúsari og umhugaðra um að bæta vinnubrögð sín en kvenkollegar þeirra. Eitthvað mun ungfrú Ramsfield hafa fylgt þessum sýnda áhuga eftir, m.a. með bréfaskriftum hingað til lands. Kemur vissulega til álita að fá hana hingað á vegum dómarafélagsins til að hressa upp á fundarsókn hjá félaginu. Að morgni fimmtudags var haldið til höfuð- stöðva alríkislögreglunnar FBI þar sem farið var í sýningarferð um stofnunina. Var hópnum m.a. sýnd meðferð skotvopna. Mjög særði það karlmannsstoltið að kvenmaður, uppábúin til að fara á dansleik, gekk í salinn og hóf að skjóta í mark með ýmsum tólum og af miklu öryggi. Það fór ekki framhjá neinum að skotmarkið var teikning af karlmanni. Hvort stoltið særðist af þeirri ástæðu eða annarri er ekki vitað en allar kúlurnar hittu í hjartastað. Að lokinni þessari ógeðfelldu sýningu svaraði Christopher Flynn spurningunt dómara en hánn er danskættaður og áhugamaður um íslenskar bókmenntir. 268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.