Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 49
þjónustu og hefur umsjón með henni. I Ástralíu hefur samsvarandi stofnun þetta hlutverk, í Brasilíu er það Fangelsismálastofnun og hið sama er ráðgert í Belgíu og Lúxembúrg. í Finnlandi og Noregi er fyrirhugað að skilorðsdeildir dómsmálaráðuneytanna fari með þessi mál. Sums staðar, t.d.í Bandaríkjunum, getur sakborningur boðist til að gegna samfélagsþjón- ustu, en í Flollandi er þess krafist að sakborningur geri sjálfur nákvæma grein fyrir því verki sem hann hyggst vinna. 2. I flestum löndum þar sem samfélagsþjónusta er meðal refsiúrræða eða er fyrirhuguð er aðeins hægt að beita því ef sakborningur gengst afdráttarlaust undir að hlíta því. I New South Wales ber dómaranum að útskýra eðli og áhrif samfélagsþjónustu ef sakborningur fellst ekki á boð þar um. Sakborningur verður að gera sér fulla grein fyrir hvað hann er að gangast undir. 3. Samfélagsþjónusta er ekki úrræði sem hægt er að nota sem viðurlög við öllum brotum og henni verður ekki beitt við alla brotamenn. Fyrst og fremst er samfélagsþjónusta útilokuð þegar um alvarleg brot er að ræða og nauðsynlegt er talið að gera ráðstafanir til að brotamaður geti ekki gert meira illt af sér a.m.k. um tiltekinn tíma. í annan stað á samfélagsþjónusta ekki við smábrot sem sektir eru lagðar við eða skilorðsbundin viðurlög. Þá er samfélagsþjónusta oft aðeins tæk sem valkostur skammvinnrar eða hóflegrar fangelsisrefsingar (allt að 6 mán. í Hollandi og í Sviss (frv.), 8 mán íDanmörku (frv.), lOmán. áíslandi (frv.), minnaen 1 ár í Brasilíu og árhið mesta í Noregi (frv.). í Englandi, Wales, New South Wales og Belgíu má gera samfélagsþjónustu að þætti í blönduðum dómi án takmarkana og eftir lúxembúrgska frumvarp- inu er jafnvel hægt að kveða á um samfélagsþjónustu þegar ekki liggur frelsisskerðing við broti. 4. Almennt virðist það vera lagt í vald dómara hvort gripið er til samfélags- þjónustu, og þá með tilliti til allra aðstæðna, þ.ám. og einkum til skapgerð- ar og eiginleika sakbornings. Enskar staðtölur sýna að oftast er gripið til þessa úrræðis gegn þjófnaði, en miklu sjaldnar gegn ofbeldi, svikum og umferðarbrotum. Þessar sömu tölur, svo og skoskar tölur og norsk reynsla, sýna að það eru einkum ungir brotamenn (yngri en 21 árs í Englandi, Skotlandi og Noregi, en einnig milli 21 árs og 30 í Skotlandi) sem njóta góðs af þessu refsiúrræði sem forðar þeim frá því að kynnast fangelsum of fljótt. 5. Samfélagsþjónusta krefst félagsþjónustu. Nauðsynlegt er að höfð sé umsjón með sakborningi og að hann eigi kost á aðstoð. Þess vegna krefst samfélags- þjónusta fjármagns og skipulags. Skipulagið verður bæði að vera fast fyrir og sveigjanlegt. Nauðsynlegt er að vel sé fylgst með dómfelldum mönnum í 271
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.