Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 15
N.Rt. 1974, 41. Seljandi brunastiga var sýknaður af kröfu manns er hafði fallið úr stiganum. Stiginn var þanniggerður að ekki var sama hvorri hliðinni var hallað að vegg. Meirihluti Hæstaréttar Noregs taldi stigann nægilega öruggan fyrir hvern þann er hygði að því hvernig ætti að nota hann og gætti að því hvernig hann bæri að reisa. Minnihlutinn lagði hins vegar mikla áherslu á það að stiginn hefði verið seldur til almennra nota hvers er hafa vildi; framleiðandinn hefði vitað af þessum hættueigin- leika stigans en ekki varað við honum á nokkurn hátt. Taldi minnihlutinn framleiðand- ann ábyrgan vegna sakar.2J Hér er á ferðinni álitaefni sem verður meginspurning eftir nýju reglunum. Er hluturinn haldinn ágalla? Sést einnig af dómnum að lögð er áhersla á þau atriði sem skipta máli. Þannig er niðurstaða meirihlutans aðallega byggð á því að tjónþolinn hefði átt að sjá hættuna í hendi sér. Af dómnum verður einnig séð að það skiptir máli hverjum vara er ætluð. Sama á ekki við um hluti sem eingöngu eru notaðir af fagmönnum á vinnustað og hluti til heimilisnota, þar sem t.d. börn geta komist í tæri við þá. BGH NJW 1991, 1948.25 Konu var gefið blóð á sjúkrahúsi og smitaðist hún við það af HlV-veiru. Maður hennar smitaðist í framhaldi af þessu og voru honum dæmdar bætur úr hendi sjúkrahússins á grundvelli sakar.26 4.3 Bótaskyldir aðilar og endurkröfur þeirra í milli Bótaskylda skv. lögum nr. 25/1991 hvílir aðallega á framleiðanda vörunnar, sbr. 6. gr. Ljóst er að ýmsir koma við sögu áður er hlutur kemst í endanlegri gerð í hendur neytanda. í 1. mgr. 4. gr. er nánar afmarkað hver skuli teljast framleiðandi. í fyrsta lagi er það sá er býr til fullunna vöru, sem kalla má aðalframleiðanda. Þá skulu þeir einnig teljast framleiðendur í skilningi laganna sem búa til hluta vöru (dekk á bíl t.d.) eða hráefni til framleiðslunnar (gúmmí í dekkin), svo og þeir er vinna afurðir úr náttúrunni eða afla þeirra. Fiskimaður er samkvæmt þessum skilningi framleiðandi afla síns. í tilskipun Evrópubanda- lagsins er heimilað að undanskilja skaðsemisábyrgð náttúruafurðir, er eigi hafa verið unnar að neinu leyti. Þessi undanþága er í raun mjög þröng, og hana er ekki að finna í íslensku lögunum. Mjög fáar vörutegundir eru afhentar neytend- um að öllu leyti óunnar, en undanþáguna á að skilja þröngt, þannig að t.d. kæling og geymsla nægir til að vara teljist unnin. Þannig eru íslensk fiskiskip er landa afla sínum á fiskmarkaði innan Evrópubandalagsins með unna vöru í skilningi laganna um skaðsemisábyrgð. Þá ber ekki að skilja undanþáguna svo að framleiðandi sé undanþeginn ábyrgð á upphaflegum (náttúrulegum) ágalla. 2J Sjá um þessa tvo dóma Lodrup á bls. 201-2. 25 Tiivísun þessi er í samræmi við þýskar venjur; þetta er dómur Bundesgerichtshof (æðsta dómstóls Þýskalands) og er hann birtur í tímaritinu NJW 1991. 1948. 26 Sakarefnið gefur eitt út af fyrir sig tilefni til margvíslegra vangaveltna. í dómnum var talið sannað að smitið hefði komið til við blóðgjöfina. Pá voru dæmdar bætur þó að veiran væri ekki farin að hafa bein áhrif á heilsu stefnandans, væri ekki komin á alnæmisstig. Stutt umfjöllun er um dóminn eftir Erwin Deutsch í NJW 1991, 1937. Ljóst er að skv. lögum nr. 25/1991 er sjúkrahús ábyrgt í þessu tilfelli á hlutlægum grundvelli. Ábyrgð blóðgjafans yrði að byggjast á sök, því að blóðgjafir einstaklinga eru eigi í atvinnuskyni. 237
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.