Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 48

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 48
hjá Tómasi A. Tómassyni sendiherra og konu hans Hjördísi Gunnarsdóttur. Boð þetta var hið glæsilegasta. Þegar það spurðist að sendiherrann væri mikið fyrir söng og fagrar listir var myndaður dómarakór og ættjarðarlög sungin af mikilli tilfinningu og næmi. Sendiherra var fámáll að söng loknum, svo mjög komst hann við af söng þessum. Að kröfu sendiherra yfirgaf hópurinn ekki hófið fyrr en tveimur tímum eftir að því átti formlega að ljúka. Haldið var heim á leið að kvöldi 2. september. Ályktanir II. nefndar þings Aiþjóðasambands dómara 1991 um ættleiðingu 1. Ættleiðing er réttarúrræði, sem ætlað er koma á fjölskyldutengslum í stað sambands barns við kynforeldra sína. Þetta úrræði nýtur almennt réttar- verndar í ríkjum sem fulltrúar eru frá á þinginu. 2. Öll ríki ættu að gera það að grundvallaratriði í ættleiðingarlöggjöf sinni sem er hagsmunum barns fyrir bestu. Skilyrði varðandi persónu ættleiðings ættu að vera sem fæst. Akvarðanir um ættleiðingu ættu fyrst og fremst að taka mið af því sem barni er fyrir bestu, án þess að réttmætir hagsmunir kynforeldra og væntanlegra kjörforeldra séu bornir fyrir borð. Hagsmunir barns ættu að sitja í fyrirrúmi ef hagsmunaárekstur verður. í öllum löndum ætti að tryggja fullt jafnrétti kjörbarna og annarra barna kjörforeldra. Þar sem gefinn er kostur á tvenns konar ættleiðingu ætti a.m.k. annar kosturinn að uppfylla þessar kröfur. Órofin tengsl við kynforeldra, sem gert er ráð fyrir í sumum löndum, eru ekki andstæð meginsjónarmiðinu um hagsmuni barns. 3. Æskilegt er að löggjöf um ættleiðingu miði að einfaldari og hraðari málsmeðferð í ættleiðingarmálum jafnframt því sem fullnægjandi rannsókn fari fram á hæfi væntanlegra kjörforeldra til ættleiðingar með það fyrir augum sem barninu er fyrir bestu. 4. Reglur um aðgang kjörbarna að upplýsingum um kynforeldra eru mismun- andi eftir löndum. Það ætti að vera grundvallarréttur kjörbarns að fá að vita hverjir kynforeldrar þess eru, en gaumgæfa þarf hvort þörf er á að setja einhverjar skorður við þessum rétti. Ályktanir III. nefndar þings Alþjóðasambands dómara 1991 um samfélagsþjón- ustu 1. Samfélagsþjónusta er refsiúrræði sem felst í því að dómfelldum manni er gert, aðallega eða til vara, að inna af hendi starf sem bæði er gagnlegt samfélaginu og hefur uppeldisgildi, þ.e.a.s. er ætlað að stuðla að því dómfelldi verði samfélagshæfur (á ný). í Englandi ákveður skilorðsþjónustan hvaða störf teljast fallin til samfélags- 270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.