Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 33
13. TILKYNNINGASKYLDA SKV. 42. GR. TÉKKALAGANNA í 42. gr. tékkalaganna nr. 94/1933 eru ákvæði nákvæmlega samhljóða 45. gr. víxillaga að því undanskildu er leiðir af reglum tékkaréttar um að tékkar verði ekki samþykktir. Verður því aldrei um samþykkisskort að ræða. Skýra ber 42. gr. tékkalaga á sama hátt og 45. gr. vxl.52 14. HVERNIG ER TILKYNNINGASKYLDU SINNT HJÁ BÖNKUM OG SPARISJÓÐUM? 14.1 Tilkynningar vegna greiðslufalls víxils Pegar bankar taka að sér að innheimta víxla, eru víxlarnir oftast framseldir þeim eyðuframsali, en í undantekningartilvikum nafnframsali. Með því er bankinn orðinn víxilhafi í skilningi 1. mgr. 16. gr. vxl.,55 og hvílir tilkynninga- skyldan á honum samkvæmt skýru orðalagi 1. mgr. 45. gr. vxl. Þá tíðkast einnig að víxlar séu framseldir bönkum til innheimtu og telst þá bankinn umboðsmaður víxilhafa, sbr. 18. gr. vxl. í slíkum tilvikum hvílir einnig tilkynningaskylda á bankanum.54 Þegar greiðslufall verður á víxli, sem banki hefur tekið til innheimtu, sendir hann víxilskuldurunum svo nefnda „vanskilatilkýnningu“ 7 dögum eftir gjald- daga og aðra „lokaviðvörun“ 14 dögum eftir gjalddaga. Þessar tilkynningar eru sendar í almennum pósti. Hvað sem um efni tilkynninganna má segja,55 er ljóst að umræddar tilkynning- ar eru sendar of seint af stað og ekki með sannanlegum hætti. Utgefandi, framseljendur og ábyrgðarmenn geta því öðlast bótarétt skv. 45. gr. vxl., að uppfylltum öðrum bótaskilyrðum.56 í þeim tilvikum þar sem eigandi víxils hefur samið við banka um að innheimta víxil fyrir sig og bankinn hefur ekki sent tilkynningu skv. 45. gr. vxl., innan tilkynningafrestsins með sannanlegum hætti, sem verður til þess að víxilskuldari kemur fram bótakröfu gagnvart eiganda víxilsins, má spyrja hvort eigandi víxilsins eigi bótakröfu á bankann fyrir þessu tjóni? Þar sem tilkynningaskylda skv. 45. gr. vxl., hvílir á bankanum, hvort sem hann er víxilhafi skv. 16. gr. vxl., 52 Lyngs0: Negotiable dokumenter, 218-220; Sami höfundur: Checkloven, 180-186 og Rigsdagsti- dende 1931- 1932 A, 4833. 53 Sjá til hliðsjónar Hrd. 1964 242 þar sem lögmaður hafði höfðað víxilmál í eigin nafni til innheimtu víxils sem var í eigu X. Þar sem síðasta framsalið var eyðuframsal taldist lögmaðurinn víxilhafi skv. 16. gr. og var því heimilt að höfða málið í eigin nafni. 54 Sbr. 4. kafla hér að framan. 55 I slíkum tilkynningum er t.d. viðtakanda greiðslu, útgáfudags, útgáfustaðar og greiðslustaðar víxilsins ekki getið. 56 Sjá nánar kafla 10. 255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.