Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 30
10. BOTASKILYRÐI Svo að framangreind bótaregla eigi við verður að hafa orðið tjón hjá víxilskuldara, sökum vanrækslu hins tilkynningaskylda við að senda tilkynn- ingu, sbr. 6. mgr. 45. gr. vxl. Orsakasamband verður að vera á milli þess tjóns sem víxilskuldari verður fyrir og vanrækslu hins tilkynningaskylda við að senda tilkynninguna, þ.e.a.s. ljóst þarf að vera að víxilskuldara hafi ekki verið mögulegt að koma í veg fyrir tjón37 sitt þar sem honum hafi ekki verið kwmugt um greiðslufallið. Hafi greiðslufall víxils því komist strax til vitundar víxilskuldara eftir öðrum leiðum, er ljóst að orsakasamband skortir. Nái hinn tilkynningaskyldi að sanna að tjónið hefði engu að síður orðið af „eðlilegum orsökum“, enda þótt „tjónþoli“ hefði fengið senda tilkynningu, teldist orsakasamband ekki vera fyrir hendi á grundvelli skilyrðiskenningarinn- ar.38Ef „tjónþoli“ hefði þvít.d. verið kominn ígreiðsluþrot og því allsekki getað leyst til sín víxilinn og komið í vegfyrir tjón sitt, þegarhann átti rétt á að fásenda tilkynningu skv. 45. gr. vxl., væri því ekki um bótaábyrgð að ræða. Ríkar kröfur yrðu þó væntanlega gerðar til sönnunar á því að tjón hefði orðið af eðlilegum orsökum. Bótaskyldan nær ekki til allra afleiðinga sem af vanrækslu hins tilkynninga- skylda hlýst, heldur takmarkast hún við sennilegar afleiðingar athafnaleysisins. Fræðimenn hafa ekki verið á einu máli um það til hvaða tjóns bótareglan taki. Hafa sumir viljað takmarka bótaábyrgðina við kostnað í sambandi við inn- heimtu víxilskuldarinnar,39 en sú skýring virðist vera í samræmi við skýringu dönsku víxillaganna frá 1880.40 Aðrir virðast hins vegar ganga út frá því að undir regluna falli einnig fjarlægara tjón41 og hafa í því sambandi vísað til umræðna sem fram fóru á Genfarráðstefnunni42 um gildissvið greinarinnar. Þá benda þeir á að orðalag 6. mgr. 45. gr. vxl. gefi ekki tilefni til svo þröngrar skýringar og að ákvæðið um hámark bótafjárhæðarinnar í 6. mgr. 45. gr. vxl. væri með öllu tilgangslaust hefði verið ætlunin að einskorða bótaregluna við tjón sem stæði í sambandi við innheimtu víxilsins. Hafa þeir því talið að undir regluna falli t.d. tjón sem útgefandi verður fyrir við að veita samþykkjanda nýtt lán þar sem hann 37 Til dæmis þar sem hærri dráttarvextir hafi fallið á skuldina en þurft hefði o.s.frv. 38 Sbr. UfR 1926:901. Sjá nánar um sjálfstætt samverkandi orsakir þegar ein orsök er saknæm en önnur eðlileg, Jóhannes Sigurðsson: Orsakasamband í skaðabótarétti, 107- 112. 39 „... ikke anden Skade end den, der stár i Forbindelse med Vekselsummens Inddrivelse og Omkostninger derved...“ Helper: Vekselloven og Checkloven af 1932,198 og Eberstein, G.: Den svenska váxelrátten, 152-153. 411 Sbr. UfR 1909:147. 41 Holmboe: Veksel- og sjekkretten. 92; Sami höfundur: Anm. av Gösta Eberstein. Den svenska váxelrátten, 571; Stranz: Wechselgesetz, 259 og Ussing: Enkelte kontrakter, 126. 42 Comptes Rendus de la Conférence, 289-290. 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.