Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 21
dómaraskipan bryti í bága við 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans. Nefndin hafði síðan þann 12. apríl 1989 vísað málinu til Mannréttindadómstólsins. Kærandinn Jón Kristinsson og íslenska ríkið gerðu sátt 18. desember 1989 um að ljúka ágreiningnum sín í milli. Var sáttin gerð með tilvísan tii setningar laga nr. 92/1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, en eins og lögfræðingar vita taka þau lög ekki gildi fyrr en á miðju ári 1992. Með þessari sáttargerð féll hins vegar ekki niður málið sem rekið var við Mannréttindadóm- stólinn eins og einhverjir hafa þó talið (sjá t.d. ritstjórnargreinina „Réttarheim- ildir og lagatúlkun" í Tímariti lögfræðinga 3.h. 1990 bls. 130-131). Forræði sakarefnisins var ekki lengur í höndum Jóns Kristinssonar með þeim hætti að hann gæti einhliða fellt málið niður. Telja má, úr því sem komið var, að litlar líkur hafi verið á að Mannréttinda- dómstóllinn felldi niður málið, þrátt fyrir setningu laga nr. 92/1989 og sáttina við Jón. Stafar það af því að mannréttindabrot eru lítið betri, þó að sá sem réttindin brýtur hafi lofað að hætta því eftir rúm tvö ár. Meira varð því til að koma ef takast átti að skera íslenska ríkið niður úr snörunni. Gott er að eiga góða að. Var ekki alveg upplagt af Hæstarétti íslands að setjast nú allt í einu 7 dómarar í dóm og dæma að hin gamla skipan, sem ævinlega hafði verið talin standast, gerði það ekki lengur? Með þeim hætti yrði tryggt að það réttarástand væri komið á, sem nægði til að Mannréttindadómstóllinn yrði fús til að fella málið niður. Og ekki skorti neitt á að upplýsingar um stöðu mála ættu greiða leið milli dómstólanna tveggja, þar sem einn af dómurunum sat í þeim báðum. Að vísu varð í leiðinni að kasta út þeim aðferðum, sem hafa verið taldar gilda á íslandi um meðferð réttarheimilda. En mikið var í húfi. Það þarf svo ekki að hafa komið á óvart, þegar Mannréttindadómstóll Evrópu í dómi 22. febrúar 1990 felldi niður mál Jóns Kristinssonar. í forsendum dómsins fyrir niðurfellingu þess er sagt, að í ljósi skyldna dómstólsins væri honum heimilt að virða sátt Jóns við íslenska ríkið að vettugi og halda áfram meðferð málsins, ef almennar stefnumarkandi ástæður virtust krefjast þess. Hins vegar teldi dómstóllinn þegar tekið væri m.a. tillit til breytinga á íslenskri dómaframkvæmd 9. janúar 1990 og setningar bráðabirgðalaga 13. janúar 1990 um stofnsetningu nýrra og tímabundinna embætta héraðsdómara (þessi lög voru sett í beinu framhaldi af dómi Hæstaréttar), að engar slíkar ástæður væru fyrir hendi. Hringurinn lokaðist. Ég held ekki að nein varanleg breyting hafi orðið á íslenskum rétti að því er varðar réttarheimildirnar.1 Dómur Hæstaréttar frá 9. janúar 1990 er ekki annað en enn ein staðfesting á því, sem ég hef vitað nú um nokkurt skeið. Raunveru- 1 Á þessu hefur fengist staðfesting eftir að handrit þessarar greinar var afhent Tímariti lögfræðinga. Er þar átt við Hrd. 5. nóvember 1991 í málinu Jökull hf. gegn sjávarútvegsráðherra o.fl. Par er tekið fram að Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi ekki öðlast lagagildi hér á landi. 243
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.