Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 25
3. HVAÐ SKAL TILKYNNA? Ekki virðast gerðar strangar kröfur um efni tilkynningarinnar. Þær lágmarks- kröfur sem gera verður til efnis tilkynningar eru annars vegar að þar komi fram að fyrir sé að fara samþykkisskorti eða greiðslufalli, eftir atvikum, og svo hins vegar tilgreining á þeim víxli sem þetta á við. Sú spurning vaknar þá hversu ítarlega þurfi að tilgreina víxilinn. Hlýtur að verða að gera þá kröfu að tilgreiningin sé það skýr að ljóst megi vera um hvaða víxil sé að ræöa þannig að ekki sé hætta á ruglingi. Er því væntanlega þörf á að greina nafn greiðanda, viðtakanda greiðslu, útgefanda, útgáfudag, útgáfustað, víxilfjárhæð, gjalddaga og greiðslustað víxils. Hafi víxillinn verið afsagður þyrfti að greina afsagnardag.7 í 1. mgr. 45. gr. er mælt fyrir um efni þeirra tilkynninga sem framseljendur skulu senda, en þeim ber, annars vegar að skýra frá efni tilkynningar þeirrar, er þeir hafa fengið, og hins vegar að greina nöfn og heimili þeirra sem áður hafa sent tilkynningar. 4. Á HVERJUM HVÍLIR TILKYNNINGASKYLDAN? Tilkynningaskyldan hvílir fyrst og fremst á víxilhafa. Sá sem telst víxilhafi í skilningi 16. gr. vxl. við samþykkisskort eða greiðslufall víxilsins, er hinn tilkynningaskyldi. Hafi víxillinn verið framseldur til umboðs skv. 18. gr., hvílir tilkynningaskyldan á umboðsmanni.8 Víxilhafa ber að senda bæði síðasta framseljanda og útgefanda víxilsins tilkynningu. Síðan er hver framseljandi skyldur til að tilkynna þeim framselj- anda sem næstur er fyrir framan hann. Skal þannig haldið áfram koll af kolli þar til kemur að útgefanda, sem þannig á að fá tvær tilkynningar, aðra beint frá víxilhafa og hina frá fyrsta framseljanda. Þegar tilkynning er send víxilskuldara skal einnig senda þeim manni, sem gengið hefur í ábyrgð fyrir hann samsvarandi tilkynningu, sbr. 2. mgr. 45. gr. vxl. Hafi framseljandi ekki fengið tilkynningu, en borist vitneskja um greiðslufall eða samþykkisskort eftir öðrum leiðum, hvílir tilkynningaskylda væntanlega ekki á honum.9 Aðeins þeim framseljanda sem borist hefur tilkynning skv. 45. gr. vxl., ber að senda tilkynningu.10 Rétt er að hafa í huga að hafi framseljanda 7 Stranz: Wechselgesetz, 258. 8 Stranz: Wechselgesetz, 257. 9 Sbr. orðalagið „Hver framseljandi skal ... eftir að hann fékk slíka tilkynningu...“ 10 Aubert: Den Nordiske Vexelret, 243. 247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.