Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Page 25
3. HVAÐ SKAL TILKYNNA? Ekki virðast gerðar strangar kröfur um efni tilkynningarinnar. Þær lágmarks- kröfur sem gera verður til efnis tilkynningar eru annars vegar að þar komi fram að fyrir sé að fara samþykkisskorti eða greiðslufalli, eftir atvikum, og svo hins vegar tilgreining á þeim víxli sem þetta á við. Sú spurning vaknar þá hversu ítarlega þurfi að tilgreina víxilinn. Hlýtur að verða að gera þá kröfu að tilgreiningin sé það skýr að ljóst megi vera um hvaða víxil sé að ræöa þannig að ekki sé hætta á ruglingi. Er því væntanlega þörf á að greina nafn greiðanda, viðtakanda greiðslu, útgefanda, útgáfudag, útgáfustað, víxilfjárhæð, gjalddaga og greiðslustað víxils. Hafi víxillinn verið afsagður þyrfti að greina afsagnardag.7 í 1. mgr. 45. gr. er mælt fyrir um efni þeirra tilkynninga sem framseljendur skulu senda, en þeim ber, annars vegar að skýra frá efni tilkynningar þeirrar, er þeir hafa fengið, og hins vegar að greina nöfn og heimili þeirra sem áður hafa sent tilkynningar. 4. Á HVERJUM HVÍLIR TILKYNNINGASKYLDAN? Tilkynningaskyldan hvílir fyrst og fremst á víxilhafa. Sá sem telst víxilhafi í skilningi 16. gr. vxl. við samþykkisskort eða greiðslufall víxilsins, er hinn tilkynningaskyldi. Hafi víxillinn verið framseldur til umboðs skv. 18. gr., hvílir tilkynningaskyldan á umboðsmanni.8 Víxilhafa ber að senda bæði síðasta framseljanda og útgefanda víxilsins tilkynningu. Síðan er hver framseljandi skyldur til að tilkynna þeim framselj- anda sem næstur er fyrir framan hann. Skal þannig haldið áfram koll af kolli þar til kemur að útgefanda, sem þannig á að fá tvær tilkynningar, aðra beint frá víxilhafa og hina frá fyrsta framseljanda. Þegar tilkynning er send víxilskuldara skal einnig senda þeim manni, sem gengið hefur í ábyrgð fyrir hann samsvarandi tilkynningu, sbr. 2. mgr. 45. gr. vxl. Hafi framseljandi ekki fengið tilkynningu, en borist vitneskja um greiðslufall eða samþykkisskort eftir öðrum leiðum, hvílir tilkynningaskylda væntanlega ekki á honum.9 Aðeins þeim framseljanda sem borist hefur tilkynning skv. 45. gr. vxl., ber að senda tilkynningu.10 Rétt er að hafa í huga að hafi framseljanda 7 Stranz: Wechselgesetz, 258. 8 Stranz: Wechselgesetz, 257. 9 Sbr. orðalagið „Hver framseljandi skal ... eftir að hann fékk slíka tilkynningu...“ 10 Aubert: Den Nordiske Vexelret, 243. 247

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.