Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 31
er í villu um að víxillinn sé greiddur/3 Verður að telja að síðarnefnda skýringin sé eðlilegri miðað við orðalag ákvæðisins og lögskýringargögn. í 6. mgr. 45. gr. vxl. felst að hinn tilkynningaskyldi bakar sér bótaábyrgð með aðgerðarleysi sínu. 16. mgr. 45. gr. vxl. kemur fram að um „vanrækslu“ þurfi að vera að ræða. Með því er vísað til þess, að krafist er saknæms athafnaleysis.44 Hafi hinn tilkynningaskyldi því látið fyrir farast af ásetningi eða gáleysi að senda tilkynningu, er þessu skilyrði fullnægt. Óviðráðanlegir atburðir sem varða ekki aðeins víxilh'afa persónulega (vis major) verða því til þess að frestur sá, er víxilhafi hefur til að senda tilkynninguna, lengist, sbr. 1. mgr. 54. gr. vxl. í slíkum tilvikum ber víxilhafa að senda tilkynningu jafn skjótt og tálmun lýkur, sbr. 3. mgr. 54. gr. vxl. Áhættutaka og samþykki víxilskuldara verða til þess að tjónþoli missir allan rétt til bóta. Til áhættutöku má e.t.v. telja það þegar framseljandi skrifar heimilisfang sitt svo illa að ekki skilst og hinum tilkynningaskylda tekst ekki að afla heimilisfangs hans, þrátt fyrir eftirgrennslan. Varðandi samþykki má t.d. nefna þegar framseljandi fellur berum orðum frá rétti til þess að fá senda tilkynningu eða ritar ekki heimilisfang sitt á víxilinn (sbr. kafla 5 hér að framan). Pá getureigin sök tjónþola skert bótarétt hans. Eigin sök kemur sérstaklega til skoðunar þar sem tilkynning kemur of seint fram. I slíkum tilvikum ber tjónþola, eins og ávallt, að reyna að takmarka tjón sitt. Geri hann það ekki, myndi tjónþoli verða að bera þann hluta tjóns síns, sem hann gat komið í veg fyrir. í 6. mgr. 45. gr. er sett þak á bótafjárhæðina, þar sem hún má aldrei fara fram úr víxilfjárhæðinni. Með víxilfjárhæð er væntanlega aðeins átt við þá fjárhæð sem tiltekin er á víxlinum, sbr. 2. tl. 1. gr. vxl.45 11. HVERNIG VERÐUR BÓTAKRÖFU KOMIÐ FRAM? Oftast er ekki ljóst hvort og þá hve mikið tjón víxilskuldara verður fyrr en tjónvaldur krefur um greiðslu víxilfjárhæðarinnar. Af þessum sökum er yfirleitt raunhæfast fyrir víxilskuldara að koma fram bótakröfu með því að hafa hana uppi sem gagnkröfu til skuldajafnaðar. Höfði tjónvaldur víxilmál á grundvelli 17. kafla eml. á hendur víxilskuldara, er rétt að vekja athygli á því að víxilskuldarinn getur komið að bótakröfu skv. 6. 43 Holmboe: Veksel- og sjekkretten, 92; Sami höfundur: Anm. av Gösta Eberstein, Den svenska váxelratten, 571; Stranz: Wechselgesetz, 259 og Ussing: Enkelte kontrakter, 126. 44 Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, 76. 45 Sjá aðra niðurstöðu hjá Holmboe: Veksel- og sjekkretten, 92. Hann telur að í þeim tilvikum þar sem víxilskuldari missi færis á að koma að endurkröfu sé ljóst að tjón víxilskuldarans geti verið öll víxilfjárhæðin auk dráttarvaxta, innheimtukostnaðar, afsagnarkostnaðar og annars kostnaðar og telur hann að í slíkum tilvikum taki bótaregla 6. mgr. 45. gr. vxl. til alls þessa tjóns. 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.