Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 11
Ógetið er hér takmörkunar sem vart skiptir miklu. Lögin eru bundin við tjón á mönnum eða munum, annað tjón verður ekki bætt á grundvelli laganna.16 4.2 Hvenær er hlutur skaðlegur? í 1. mgr. 7. gr. laganna er mælt fyrir um ábyrgð framleiðanda á tjóni er leiðir af ágalla á vöru hans. Abyrgðin er hlutlæg, þ.e. sök er ekki skilyrði þess að bótaábyrgð verði lögð á. Nánast eina skilyrðið er að hlutur sé haldinn ágalla, sé skaðsamur, og tjón hljótist af. Undanskilið er tjón sem valdið er á hlutnum sjálfum. Meginspurningin er hvenær vara telst haldin ágalla, veldur tjóni sem rakið verður til einhverra eiginleika sem varan átti ekki að hafa, eða þess að vöru skorti eiginleika sem hún átti að hafa. Ábyrgð framleiðanda nær ekki til alls tjóns sem rakið verður til vöru hans, ekki heldur til tjóns sem stafar af þeim hættueiginleikum sem varan átti eða hlaut að búa yfir. Flestir hlutir búa yfir einhverjum hættueiginleikum; glervörur, hnífar, skotvopn, eldavélar, bílar. M.a.s. má með lagni skera sig á pappír. I 5. gr. segir að hlutur sé haldinn ágalla þegar hann er ekki svo öruggur sem vænta mátti eftir öllum atvikum, að teknu tilliti til þess hvernig varan var boðin og kynnt, þeirri notkun sem með sanngirni mátti reikna með og hvenær varan var sett í umferð. Um er að ræða mjög matskenndan mælikvarða, en hér eru að ýmsu leyti svipuð sjónarmið uppi og við gáleysismat samkvæmt sakarreglunni. Þótt það væri augljóslega rangt að segja að meta þurfi huglæga afstöðu hlutarins til tjónsins, væri í því fólginn ákveðinn sannleikskjarni. Ljóst er að ekki þarf að vara kaupendur við því að þeir geti skorið sig ef gler brotnar, eða að unnt sé að skera sig á hnífum. Bótaskylda kemur til greina þó að hlutur sé ekki notaður beinlínis eins og til var ætlast, framleiðendur verða að gera ráð fyrir notkun, sem sanngjarnt er að telja að til komi. Leikfangaframleið- endur verða t.d. að gera ráð fyrir því að ungbörn reyni að borða leikföng. Undanskilin þessu eru auðvitað tilvik eins það að menn eru stungnir með hnífum, lím og önnur rokgjörn efni notuð sem vímugjafar o.s.frv. Schmidt- Salzer17 telur að hér sé um að ræða mælikvarða sem ekki sé beinlínis orðaður í tilskipun Evrópubandalagsins um óþarfa hættu af hlutum, þ.e. hvort óþörf hætta stafi af hlut. Allir hlutir geta verið hættulegir ef menn leita eftir því að skapa hættu. Þýskir höfundar hafa yfirleitt greint á milli ferns konar ágalla, þegar þeir fj alla um tilskipun Evrópubandalagsins: 16 Bótareglur umferðarlaga eru takmarkaðar á sama hátt við tjón á mönnum eða munum. 17 í Betriebs-Berater 1987 á bls. 14. 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.