Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 50
samfélagsþjónustu en umsjón verður að haga með þeim hætti að ekki valdi kergju. 6. Lög og lagafrumvörp um samfélagsþjónustu mæla almennt fyrir um vinnu í takmarkaðan tíma og einnig takmörkun þess tímabils sem fullnusta refsing- arinnar má fara fram á. 7. Ef það bregst að dómfelldi fullnægi vinnuskyldu sinni kveður dómstóllinn venjulega upp nýjan dóm (England, Ástralía, Skotland, Holland, Belgía (frv.) og Noregur (frv.)). í Englandi kom sekt venjulega í stað samfélags- þjónustu í Magistrates’ Courts á árinu 1988, en unglingafangelsi eða fangelsisrefsing í Crown Courts. 8. Nefndin álítur samfélagsþjónustu gagnlegt refsiúrræði, en vill ekki draga fjöður yfir viss vandkvæði sem á því eru. Sjóréttarráðstefna í Turku 30. september til 1. október 1991 Dagana 30. september og 1. október sl. var haldin ráðstefna fyrir dómara um sjórétt í Turku í Finnlandi. Þessi ráðstefna var hin áttunda sinnar tegundar sem Norræna sjóréttarstofnunin í Oslo, Nordisk Institutt for Sj0rett, heldur. Að þessu sinni bauð hofrétturinn í Turku til ráðstefnunnar og annaðist skipulagn- ingu hennar þar á staðnum. Þátttakendur voru 40 talsins, flestir frá Noregi. Af íslands hálfu sátu ráðstefnuna Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómari og Friðgeir Björnsson yfirborgardómari. Á ráðstefnunni voru haldin fimm erindi. Hið fyrsta hélt prófessor Erling Selvig, Noregi, um réttarþróun á Norðurlöndum ásviðisjóréttar 1989-1991. Hið næsta flutti prófessor Jan Ramberg, Svíþjóð, um alþjóðlega réttarþróun á sviði sjóréttar 1989-1991. Þriðja erindið flutti prófessor Thor Falkanger, Noregi, um nýja norræna löggjöf um skaðabætur fyrir umhverfisspjöll. Hið fjórða flutti Frank Poulsen forseti Sjó- og verslunardómsins í Kaupmannahöfn um sjópróf. Fimmta og síðasta erindið flutti Geir Ulvsten, Noregi, starfsmaður Norrænu sjóréttarstofnunarinnar, um takmörk lögsögu ríkja yfir kaupskipun að alþjóða- lögum. Þess er rétt að geta að prófessorarnir Selvig og Falkanger eru báðir starfsmenn sjóréttarstofnunarinnar. Þá voru lögð fram verkefni sem svipaði mjög til raunhæfra verkefna hér við háskólann, þó töluvert flóknari. Annað var um hlutverk dómstóla að því er varðar sjópróf og kyrrsetningu skipa og réttarfar þar að lútandi. Það verkefni sömdu tveir finnskir prófessorar við háskólann í Turku, Peter Wetterstein og Hannu Honka. Hitt verkefnið var um lögsögu, laganotkun og svokallaða bindandi löggjöf á sviði sjóréttar. Það verkefni samdi Mette Christensen dómari við Sjó- og verslunardóminn í Kaupmannahöfn. Þátttakendum var skipt í fimm hópa sem hver um sig fjallaði um verkefnin og reyndi að leysa þau eftir föngum. 272
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.