Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 12
a) Hönnunargalli, þ.e. hönnun hlutarins, efnisval o.þ.h. gerir það að verkum að telja verður hlutinn gallaðan. Hér eru allir hlutir þeirrar gerðar haldnir sama ágalla, þannig að tjónsmöguleikar eru miklir. Dæmi um þetta er lyfið Thalidomid. b) Framleiðslugalli. Einstakir hlutir af stærri framleiðslu eru haldnir galla vegna mistaka eða óhapps við framleiðslu, sem aðrir hlutir sömu gerðar eru ekki haldnir. Dæmi um þetta er öryggisbeltið sem fjallað var um í Hrd. 1968 1051. c) Ófullnægjandi leiðbeiningar eða viðvaranir. Sumar vörur eru þannig að nauðsynlegt er að notendur fái leiðbeiningar um rétta notkun, eða séu varaðir við sérstökum eiginleikum, sem ekki eru auðsæir eða almennt þekktir. d) Síðastiflokkurinnernefndurþróunaráhætta(da. udviklingsfejl). Hérerum það að ræða að tækni hefur fleygt fram frá því vara var sett á markað, og rannsóknir eða bitur reynsla hafa sýnt fram á ákveðna hættueiginleika, sem eigi var unnt að gera sér grein fyrir er vara var sett á markað, eins og tækniþekkingu var þá háttað.18 í skaðabótarétti sínum telur Peter Lpdrup19 flokkana aðeins vera þrjá, þ.e. hann sleppir þróunaráhættunni. Sama gerir Hein Kötz.20 Þegar nánar er að gáð er hér augljóslega ekki um sérstakan flokk í þessari sundurgreiningu að ræða, en það að taka þetta sérstaklega út úr þegar rætt er um tilskipun Evrópubandalags- ins og lög nr. 25/1991 helgast af því að í tilskipuninni er aðildarríkjunum heimilað að skilja það sem kallað er þróunaráhætta undan hinni hlutlægu ábyrgð. Þessi undanþága er í 4. tl. 1. mgr. 7. gr. íslensku laganna. Ef til vill væri eðlilegt að telja flokkana aðeins vera tvo, þ.e. hönnunargalla og framleiðslugalla. Ófullnægjandi leiðbeiningar færu þá í annan hvorn áður- nefndra flokka, yfirleitt þó sem hönnunargalli. Mætti þá telja leiðbeiningar eða sérstök varnaðarorð vera hluta vörunnar eins og hún er afhent neytendum. Það er öruggt að t.d. umbúðir teljast vera hluti vörunnar í skilningi tilskipunarinnar og laga nr. 25/1991. Þannig verður að líta á vöru í heild eins og hún er afhent neytanda, með umbúðum og leiðbeiningum. Rétt er þó líklega að telja leiðbeiningaskort vera flokk út af fyrir sig, því að hann getur að tvennu leyti skorið sig úr öðrum ágöllum. í fyrsta lagi getur slíkur ágalli komið til eftir að varan er send frá aðalframleiðanda, þ.e. hinir ýmsu milliliðir geta hafa misfarið 18 f grein sinni í Köflum úr skaðabótarétti, bls. 281, telur Arnljótur Björnsson flokkana vera 5, þ.e. til viðbótar telur hann hættuleg aukaáhrif (systemfejl). Ekki sýnist svo sent lögin eru byggð upp ástæða til að gera mun á þessu og hönnunargalla. Hinu er ekki að neita að tilvik innan hvers flokks geta verið æði ólík innbyrðis. 19 Lærebok i Erstatningsrett bls. 199. 20 Deliktsrecht bls. 158 og áfram. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.