Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 47
Að þessari heimsókn lokinni var haldið í dómsmálaráðuneytið, U.S. Depart- ment of Justice. Dómsmálaráðuneytið er allfrábrugðiÖ því sem við eigum að venjast. Kemur þar einkum til að það hefur engin afskipti af dómstólunum hvorki fjármálum þeirra né stjórnsýslu. Hins vegar ber ráðuneytið ábyrgð á framkvæmd alríkislaga, saksókn, refsifullnustu og framkvæmd á málefnum innflytjenda. Að lokum þessa dags var lögfræðingafélagið, American Bar Association, heimsótt. í félaginu eru um 360 þúsund félagar, þar á meðal fjöldi dómara. Dómarar fengu ýmsar upplýsingar um hlutverk félagsins. Pá var sérstaklega rætt um veru dómara í félaginu og sérstöðu þeirra í þjóðfélaginu almennt. Fram kom að félagið legði mikla áherslu á baráttu fyrir bættum kjörum dómara og var íslenskum dómurum boðið að ganga í það. Að morgni föstudags var Hæstiréttur Bandaríkjanna, The Supreme Court of the United States, heimsóttur. Vitað var fyrirfram að rétturinn var í þingleyfi, eins og íslenskir dómarar, þannig að ekki gafst kostur á því að sjá dómarana við dómstörf. Til réttarins er skotið um sex þúsund málum á ári en aðeins á annað hundrað mál eru tekin til efnisúrlausnar. Fengu dómarar ýmsar merkilegar upplýsingar um starfsemi réttarins. Þeirra merkilegastar má segja að hafi verið að bandarískum lögmönnum er treyst fyrir því að ljúka.málflutningi sínum á 30 mínútum. Svo strangt er eftir þessu gengið, að 5 mínútum áður en tíminn er út runninn kviknar aðvörunarljós í borði lögmannsins og á hann síðan að stöðva flutninginn um leið og það slokknar. Hámark þeirrar tækni er að hætta í miðju orðinu „if“. Málflutningstíminn lengist ekkert þótt dómarar spyrji látlaust á meðan klukkan tifar. Pá var upplýst að skömmu fyrir aldamótin tók þáverandi forseti dómsins Metville W. Fuller upp þann sið, að dómarar tækjust í hendur á morgni hverjum og eins að loknum fundum þeirra. Siður þessi hefur borist víða. Rétt þótti að ljúka hinni faglegu dagskrá eftir að hópurinn hafði verið myndaður á tröppum hæstaréttar. Var með samkomulagi við gestgjafana felld niður heimsókn til D.C. Public Defender Service. Seinni part sama dags var farið í rútu til Wolf Trap Farm Park þar sem Judy Collins þjóðlagasöngkona hélt útitónleika. Snæddur var „picnic“ úti í náttúrunni áður en tónleikarnir hófust. Um 7 þúsund manns sóttu tónleikana og fögnuðu söngkonunni sem mátti muna sinn fífil fegri. Svo var nú raunar um flesta áheyrendur. Laugardaginn 31. ágúst átti Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómari 65 ára afmæli. Af því tilefni hélt hópurinn snemma morguns til Mount Vernon búgarðsins og legstaðar George Washington, en hann var mikill bóndi og ræktunarmaður auk þess að vera hershöfðingi og forseti Bandaríkjanna. Seinni part dagsins var boð fyrir hópinn og nokkra íslendinga í Washington 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.