Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 5
aðila sé að fullnægja úrlausninni. Guðmundur spyr hvort þetta sé hægt að óbreyttum lögum vegna ákvæða stjórnarskrárinnar um innlent framkvæmdar- og dómsvald. Þessar ákvarðanir séu ekki sambærilegar t.d. við dóma Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg sem séu einungis bindandi fyrir íslendinga að þjóðarétti. Guðmundur telur að þau atriði sem að framan er getið kalli á stjórnlagafræði- lega umræðu um það hvort við getum og megum fullgilda samninginn að óbreyttri stjórnarskrá. Eins og sjá'má af því sem að framan er rakið koma til í samningsuppkastinu lögfræðileg álitaefni, sem eru allrar athygli verð, og eflaust eru þau fleiri. Þeim þarf vissulega að gefa gaum og taka til fræðilegrar umræðu. Grundvallaratriði umræðunnar hlýtur að verða hvort samþykkt samningsins skerði fullveldið þannig að breytingar á stjórnarskránni séu nauðsynlegar. í því sambandi má minna á að stjórnarskráin 1874 var sett fyrir ófullvalda land í ríki Danakonungs og að fullveldisreglan hefur aldrei verið orðuð í stjórnarskrá íslands. Það er athyglisvert að Dómstóll Evrópubandalagsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að einstök ákvæði samningsuppkastsins séu ekki í samræmi við Rómarsamninginn að því er varðar vald dómstólsins sjálfs. Það sýnist þó ekki muni leiða til þess að Rómarsamningnum, sem er nokkurs konar stjórnarskrá EB, verði breytt heldur samningsuppkastinu. Hvað verður um lagabreytingar á landi hér er að sjálfsögðu löggjafans að ákveða. Hugsanlega kemur síðar til kasta dómstóla. Hvað sem því líður er hin fræðilega umræða jafn nauðsynleg. 227

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.