Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 16
Þá er svo fyrir mælt í 1. mgr. að sá er lætur líta svo út sem hann sé framleiðandi skuli teljast framleiðandi. I dæmaskynier í ákvæðinu nefnt það tilvik að hann láti nafn sitt eða vörumerki á vöruna. Algengt er að framleiðendur, er eiga vörumerki með sterka markaðsstöðu, láti aðra um að framleiða undir sínu merki fyrir tiltekna markaði. Vafi getur komið upp í einstökum tilfellum um hvort vörumerki sé nóg til að fella ábyrgð á þann framleiðanda, en alla jafna myndi ekki reyna sérstaklega á þetta fyrr en við endurkröfur milli dreifingaraðila og framleiðenda. 12. mgr. segir að sá er flytur vöru til landsins í atvinnuskyni, til áframhaldandi sölu eða leigu skuli teljast framleiðandi. Samkvæmt því er það nær ætíð innlendur aðili er telst vera framleiðandi. Undantekningar eru hugsanlegar þegar íslendingar kaupa vöru erlendis til eigin nota eða gjafa. Þá eru þau atvinnufyrirtæki er sjálf kaupa til landsins áhöld sín og verkfæri eigi framleið- endur í skilningi laganna.27 í 3. mgr. 4. gr. er skýrgreining á því hver skuli teljast dreifingaraðili. Er það hver sá er dreifir vöru án þess að teljast framleiðandi. Er mælt fyrir um ábyrgð þeirra í 10. gr., en þeir bera ábyrgð gagnvart tjónþola og síðari dreifingaraðilum er kunna að hafa þurft að greiða bætur. Þannig geta ýmsir aðilar verið bótaskyldir samkvæmt lögunum; aðalframleið- andi innlendrar framleiðsluvöru auk ýmissa framleiðenda hráefnis (þ.á m. innflytjendur) og einn eða fleiri dreifingaraðilar. Allir þeir sem eru bótaskyldir bera óskipta ábyrgð gagnvart tjónþola, sbr. 11. gr., og raunar á þetta einnig við gagnvart síðari dreifingaraðilum. Sérhver dreifingaraðili á endurkröfu á hendur þeim er á undan var í keðjunni svo og á hendur framleiðanda. Rétt er að nefna tvo aðila sem ekki eru ábyrgir samkvæmt lögunum. Eru það hönnuðir hluta sem reynast gallaðir og þeir sem nota gallaða hluti í starfsemi sinni. Ábyrgð hönnuða yrði að byggjast á sakargrundvelli, líklega með öfugri sönnunarbyrði. Vinnuveitendur geta borið ábyrgð á öðrum grundvelli gagnvart starfsmönnum sínum eða þeim er eiga eðlileg erindi á vinnustað, sbr. Hrd. 1968 1051. 4.4 Undanþágur frá ábyrgð í 7. gr. laga nr. 25/1991 er að finna upptalningu takmarkana á ábyrgð samkvæmt lögunum. Það eru einkum tvö atriði í ákvæðinu sem þarf að fjalla lítillega um hér, en um önnur atriði er fjallað að framan. Samkvæmt 3. tl. 1. mgr. ber framleiðandi ekki ábyrgð ef ágalli verður rakinn beinlínis til ófrávíkjanlegra fyrirmæla hins opinbera um gerð vörunnar. Þessi 27 Um fjármunaleigufyrirtæki má segja aö ef þau flytja sjálf til landsins vöru er þau fjármagna teljast þau vera framleiöendur skv. þessu ákvæði. Þetta mun vera sjaldnast. Hins vegar sýnist verða að telja þau vera dreifingaraðila er þau (að nafninu til) kaupa hluti til að leigja. 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.