Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Page 14
Sumir höfundar telja að með því að undanskilja þróunaráhættuna sé í reynd horfið frá hlutlægri ábyrgð og eftir standi einungis sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði.22 Þetta má telja réttmæta gagnrýni að því er hönnunargalla varðar, en varla framleiðslugalla. Ekki má hins vegar gleyma því að sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði getur reynst og hefur reynst allt að því hlutlæg, þótt fræðilegur munur á þessu tvennu sé mikill. Má etv. orða það hvort með undanþágunni um þróunaráhættu sé í raun slakað á bótaskyldu vegna hönnun- argalla frá því sem nú er með sakarlíkindareglu. Þróunaráhættan er sá liður sem einna mestum deilum olli við undirbúning tilskipunarinnar. Eftir er að sjá hverju máli það skiptir í reynd að ábyrgðin er ekki hlutlæg. Mjög erfitt getur verið í framkvæmd að greina hvort ekki var unnt að gera sér grein fyrir hættunni. Með því að gera mjög strangar kröfur í þessu efni gætu dómstólar í raun gert undanþáguna um þróunaráhættu einskis virði.23 Mestu skiptir þetta vafalaust fyrir lyf er reynast hafa óæskilegar aukaverkanir. Nær öruggt má heita að mjög strangar kröfur verða gerðar til sönnunar af hálfu lyfjaframleiðenda til að þeir komist undan hinni hlutlægu ábyrgð, og að ströngu sakarmati verði beitt þegar hlutlæg ábyrgð á ekki við. Þá er, eins og áður segir, í Þýskalandi sérstök hlutlæg bótaregla um tjón af völdum lyfja, sem nær einnig yfir þróunaráhættuna. Rétt er að reifa fjögur dæmi úr dómasöfnum um varning er haldinn hefur verið ágalla. Skýrt dæmi er sakarefnið í áðurnefndum Hrd. 1968 1051, en öryggisbelti er átti að halda manni við vinnu uppi í staur gaf sig svo að maðurinn féll til jarðar. Fáum dettur líklega í hug að neita því að beltið hafi verið haldið ágalla, það gegndi ekki hlutverki sínu. Sönnunaraðstaða tjónþola í þessu dæmi er tiltölulega einföld. Ur erlendum dómasöfnum má benda á þessi dæmi um mál þar sem krafist er bóta á grundvelli skaðsemisábyrgðar: RG. 1951, 521 (Oslo). Tönn skemmdist í manni erhann hugðist gæða sér á vínarbrauði er í var steinn. Bakarinn var dæmdur bótaskyldur á hlutlægum grundvelli. Fátt eitt er um dóm þennan að segja; að varan sé haldin ágalla í skilningi laga nr. 25/ 1991 er vafalaust. Samkvæmt eldri reglum hér á landi hefði líklega orðið að búa ábyrgð bakarans í sakarbúning, sem sýnist reyndar einfalt. 22 Sjá Werner Lorenz í ZHR 1987, 1 á bls. 14. 23 Taka má sem dæmi lyfið thalidomid sem minnst var á að framan. I slíkum tilfellum getur verið nánast smekksatriði hvort þetta er fellt undir þróunaráhættu. A.m.k. er það æði erfitt fyrir dómstóla að skera úr þessu þegar aflað hefur verið fjölda sérfræðiálitsgerða sem sjaldnast leggja sama mat á atvik. Vera kann að sönnunarbyrði framleiðandans geri það að verkum að undanþága þessi verði haldlítil í reynd. 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.