Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Blaðsíða 4
Stefán Már er þeirrar skoðunar að löggjafarvald Eftaríkjanna sé ekki að þessu leyti fengið hinni sameiginlegu nefnd og löggjafarvald þeirra skert að sama skapi. Guðmundur varpar hins vegar fram þeirri spurningu hvort nægilegt sé að við Islendingar höfum formlegt neitunarvald, án þess að hægt sé að telja að löggjafarvald okkar sé skert, þar sem í raun sé efnislega löggjafarvaldið að miklu leyti í höndum stofnana EB þar sem við ráðum engu. í 6. gr. samningsuppkastsins er kveðið á um það að dómar og úrskurðir, sem Dómstóll Evrópubandalagsins hefur kveðið upp, skuli lagðir til grundvallar við túlkun á EES samningnum. Stefán Már telur að þetta ákvæði feli í sér skuldbindingu fyrir íslenska ríkið að þjóðarétti og dómar þessir og úrskurðir þurfi að liggja fyrir Alþingi í aðgengilegu formi þegar það tekur afstöðu til samþykktar samningsins. Stefán telur enn- fremur að hér sé um að ræða lögskýringargögn sem dómarar og þeir sem úrskurðarvald hafa á hendi verði að taka mið af við skýringu á ákvæðum samningsins og öðrum þeim reglum sem lögteknar verði hér á landi honum samfara. Guðmundur spyr hvort það sé stjórnskipulega fært að samþykkja EES samninginn á Alþingi án þess að þessi gögn liggi fyrir löggjafanum. í samningsuppkastinu er gert ráð fyrir því að komið verði á fót stofnun sem hafi eftirlit með því að samkeppnisreglum samningsins sé fylgt þannig að fyrirtæki komi ekki í veg fyrir, spilli eða hamli, með samningum sín á milli eða með öðrum hætti, samkeppni fyrirtækja á hinu sameiginlega markaðssvæði. Er þá átt við fyrirtæki sitt í hverju ríkinu en ekki fyrirtæki í sama landi. Stofnuninni á m.a. að fá vald til þess að sekta brotlega aðila hér á landi eða leggja á þáfévíti. Má fullnægja slíkum ákvörðunum með aðför og verður ágreiningi um lögmæti þeirra ekki skotið til íslenskra dómstóla. Hins vegar verður ágreiningnum skotið til EES dómstólsins. Stefán Már telur að þetta ákvæði brjóti ekki í bága við það ákvæði stjórnar- skrárinnar að íslenskir dómstólar fari með dómsvaldið í landinu. Hann bendir á að þau viðskipti sem brot af þessu tagi kunna að beinast að séu í eðli sínu alþjóðleg og reglur um þau því alþjóðlegs eðlis. Einnig skipti máli að viðurlög við brotunum geti aldrei orðið þyngri en sektir eða févíti. Aðför til innheimtu sekta og févíta fari að íslenskum lögum og hægt sé að bera ágreining um lögmæti úrlausnar undir dómstól, þ.e. EES dómstólinn. Þá bendir Stefán einnig á að fordæmi séu fyrir því að úrskurðir erlendra aðila séu aðfararhæfir hér á landi og tilgreinir m.a. úrskurði kveðna upp í öðrum ríkjum Norðurlanda í skattamálum og meðlagsmálum. Guðmundur telur að hér sé um að ræða úrlausnir erlends valds, hvort heldur sé um að ræða eftirlitsstofnun EFTA eða EES dómstólinn, sem fái ekki einungis gildi að þjóðarétti heldur einnig að landsrétti. Það eina sem komi í hlut innlendra 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.