Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 39
IV. Umsagnir um lagafrumvörp og þingsályktunartillögur. Stjórn félagsins hefur gefið umsögn um eftirtalin lagafrumvörp og þingsálykt- unartillögu: 1. Frumvarp til laga um opinbera réttaraðstoð 2. Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum 3. Frumvarp til laga um meðferð opinberra mála 4. Frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti o. fl. 5. Frumvarp til laga um skipti á dánarbúum o. fl. 6. Frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna 7. Frumvarp til stjórnsýslulaga 8. Þingsályktunartillaga um auknar varnir gegn vímuefnum 9. Frumvarp til barnalaga 10. Frumvarp til hjúskaparlaga 11. Frumvarp til uppboðslaga 12. Frumvarp til laga um meðferð einkamála Umsagnir stjórnarinnar um lagafrumvörp eru misjafnlega umfangsmiklar. Alla jafna fer þó mikill tími til þess hjá einstökum stjórnarmönnum að veita þær. Sú leið hefur ekki verið farin að skipa sérstaka nefnd innan félagsins sem annaðist umsagnir um lagafrumvörp. Stjórnin ákvað hins vegar að standa þannig að verki, að ekki færri en tveir stjórnarmanna undirrituðu hverja umsögn og bæru á henni ábyrgð. Að jafnaði er það formaður og einn þeirra stjórnar- manna sem kunnugastur er viðkomandi réttarsviði. Sá háttur var hafður á við samningu frumvarps til laga um nauðungarsölu svo og frumvarps til laga um meðferð einkamála, að réttarfarsnefnd fundaði um efni frumvarpanna með ákveðnum aðilum sem nefndin kallaði til. Þessi háttur er mjög til fyrirmyndar enda gefst með honum tækifæri til að skiptast á skoðunum og leita skýringa á hugmyndum höfunda áður en formleg umsögn er veitt. Stjórnin telur að aðalmarkmið með umsögnum um lagafrumvörp eigi að vera það að vekja athygli höfunda á sem flestum atriðum í viðkomandi frumvarpi sem til álita mætti koma svo og að gæta ákveðinna grundvallaratriða réttarfars. Hins vegar beri ekki að líta svo á að félagið berjist fyrir því að ná öllum þeim atriðum fram sem bent er á í umsögn þess. V. Saga Dómarafélags íslands Allt frá 25 ára afmæli félagsins hafa verið uppi áform um að taka saman sögu þess. Þessu hefur hins vegar ekki verið hrundið í framkvæmd þar til nú á 50 ára afmælinu. Stjórn félagsins fékk til verksins Davíð Þór Björgvinsson lektor og birtist saga félagsins í sérstöku hefti Tímarits lögfræðinga sem helgað er 50 ára afmæli Dómarafélags íslands. Telur stjórnin að vel hafi tekist til með verkið en 261

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.